fimmtudagur, júlí 31, 2003

Nauts! Það er lyfjafræðingur sem er skattakóngur ársins! Ég vissi að þetta væri fínn bisniss... Reyndar er þetta enginn smákall heldur sá sem stofnaði Omega Pharma lyfjafyrirtækið, og gildi þess hundraðfaldaðist á 10 árum undir stjórn hans. Ekki slæmt það. Vonandi verð ég í svipuðum sporum eftir 20 ár eða eitthvað...

þriðjudagur, júlí 29, 2003

abbey road
Abbey Road


Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla

Þura, þú verður að setja svona á síðuna þína þegar þú byrjar að blogga...
Annars er ekki seinna vænna hjá mér að henda loks inn link á sjálfan Teddy Ruxpin... og svo skellti ég líka upp message boardi með látum. Hvort það verður langlíft... enginn veit.

Danger danger!

Það kviknaði í vinnunni minni í gærkvöldi.

Þegar ég mætti kl. 10 í morgun stóð stór vöruflutningabíll fyrir utan. Ekkert undarlegt við það, ég hélt að hann væri bara að koma með sendingu af kjöti eða eitthvað. Svo þegar ég kom inn sá ég að búið var að færa nokkra stóra hluti úr stað, og datt mér þá í hug að væri verið að gera einhverja svaka hreingerningu í eldhúsinu. Undarleg tímasetning þó, hugsaði ég. Svo mætti ég mönnum sem voru að bera hluti út og þá laust niður í mig: Staðurinn er farinn á hausinn! Þessir kallar eru að taka hluti upp í skuldir! En rétt eftir það hitti ég eigandann og vaktstjórann og fékk að heyra söguna.
Þetta var reyndar ekkert mikill eldur, hann kom upp í eldhúsinu og skemmdi lítið sem ekkert en helv. sótið sem breiddist víða út er aðal vesenið. Þess vegna var ég bara að þrífa í allan dag, hvert einasta litla snifsi inni á staðnum verður þrifið og djöfull verður allt hreint þegar við erum búin. Vonandi tekst að opna aftur á fimmtudaginn.

Ég fór annars í bókabúð í dag og tyllti mér niður og las tímarit. Við hliðina á mér sat maður sem var að hlusta á Hail To The Thief geðveikt hátt og fannst mér það nokkuð gaman og dillaði mér enda heyrði ég hvert lag greinilega. Þegar hann fór langaði mig helst til að tosa í ermina hans og biðja hann um að vera lengur. Nudda hann kannski í staðinn eða eitthvað. Nei, nú er ég byrjuð að bulla. Bottomline is: mig langar í Discman.
Keypti mér Stupid White Men e. Michael Moore. Ég veit að það er örugglega ekki kúl að vera að lesa hana núna, löngu á eftir öllum, en ég er sjaldan með í svona trendum þegar þau eru "hot". T.d. las ég minn fyrsta Harry Potter 3 árum eftir að hann kom út. Ég nenni nefnilega ekkert að hlaupa á eftir hlutunum, tek þá bara á mínum hraða og er þá bara lummó í staðinn. Fine by me.

mánudagur, júlí 28, 2003

Vá hvað það er næs að vera bara að vinna á eðlilegum vinnutíma! Var í dag að vinna frá 10-17, finnst voða skrítið að eiga svo bara frí um kvöldið... þetter ágætt. Er að vinna svona fram á föstudag... svo fólk sem er ekki vant að ná í mig á kvöldin: núna er tíminn!

En já, Mýk í Vírdal (WeirdAl?), það var nú gaman. Við tjölduðum þarna ég, Áslaug, Særós, Lea, Eygló og Birgir, og höfðum Bastían a.k.a. Bæjarfógetann til að vernda okkur. Hann er lítill brúnn hundur með stórt egó og stóð sig með ágætum. Einnig kíktu á okkur Auður og Tinna, þegar þær voru ekki að leika vinnukonur á Hótel Lunda. Eða: allir krakkarnir djömmuðu nema Auður og Tinna, þær voru að vinna.... sko mig sniðug! Eftir smá grill á föstudagskvöldið upphófst drykkja mikil og er eiginlega enginn okkar með á hreinu hvernig kvöldið endaði nákvæmlega, en það kviknaði smá í og 33% okkar ældu, þar af ein inni í tjaldi, og ekki orð um það meir!
Laugardagsmorguninn rann upp þunnur og fagur, við Áslaug kíktum á Kirkjubæjarklaustur og versluðum dauð dýr í kryddlegi til að grilla. Ætluðum líka að athuga hvort ekki væri "Vín-Búð" á Klaustri en komumst að því að svo er ekki, en gerðum okkar gagn með því að kvitta á undirskriftalista þess efnis að það ætti að opna VínBúð þar. Góðverk dagsins. Eftir sólbað, grill, kveðjustund við Eygló og Birgi og brjálað Kana-session og bjórþamb inni í tjaldi kíktum við á eina skemmtistað bæjarins, Halldórskaffi og settumst að sumbli. Þó ekki neitt svakalegu, minnugar gærkvöldsins. Á sunnudaginn vorum við svo hressir og kátir úbertúristar á leiðinni heim og skoðuðum allt sem hægt var að skoða og böðuðum okkur (og fötin okkar) í 2 fossum. Og, eins og alltaf, var voða gott að komast heim til sín.

Ætti ég að vera dugleg og ryksuga.... hmmmm.....?

Mýk í Vírdal

Kostir:
-fallegur lítill bær
-auðvelt að rata þangað
-fallegt umhverfi
-búið er að skipta umferðarmerkjum út fyrir gula broskalla
-vont veður breytist fljótt

Ókostir:
-bara eitt kaffihús og bjórinn þar er dýr
-engin sundlaug
-dýrir hamborgarar
-oft mikið rok
-gott veður breytist fljótt

Details?
Later, maybe...

föstudagur, júlí 25, 2003

,,Enginn veit nokkurn tíma hvað hann á að vilja því hann hefur aðeins eitt líf og getur því hvorki borið það saman við fyrri líf né leiðrétt það í seinni lífum.
Hvort er betra að vera með Teresu eða halda áfram einlífinu?
Engin leið er að prófa hvor ákvörðunin er sú rétta, því ekki er neitt til að miða við. Við upplifum allt nú þegar og óundirbúin. Rétt eins og leikari sem gengur inn á sviðið æfingarlaust. En hvers virði er lífið úr því að fyrsta æfingin á lífinu er lífið sjálft? Þetta er ástæðan fyrir því að lífið er alltaf líkast skissu. En jafnvel orðið ,,skissa" er ekki rétt, því skissa er ætíð uppkast að einhverju öðru, undirbúningur undir málverk, en skissan líf okkar er hins vegar skissa að engu, uppkast án málverks.
Tómas endurtekur fyrir munni sér þýska málsháttinn: einmal ist keinmal, einu sinni er aldrei, einu sinni er ekkert.
Að lifa aðeins einu lífi er eins og að lifa alls ekki."

-Óbærilegur léttleiki tilverunnar e. Milan Kundera

Langt síðan ég hef lesið bók og allt í einu grípur hluti af henni mig gjörsamlega. Langaði bara til þess að deila þessu með ykkur...
En núna liggur fyrir heljarinnar roadtrip til Víkur í Mýrdal og útilega... góðar stundir.

mánudagur, júlí 21, 2003

Hangs

Ég á í svolitlum vandræðum með sjálfa mig, var búin að reikna með því að vera að vinna til ca. 23 en var svo bara send heim kl. 19:30, það var nebbla að byrja ný stelpa. Ég var alveg í finu stuði og fannst bara ágætt að vera í vinnunni (sem kemur nú ekki of oft fyrir) þannig að það var soldið asnalegt að vera send heim. Tók þó með mér dýrindis kjúklingapítu ("The Queen") og kom við á vídjóleigu á leiðinni heim og tók Kissing Jessica Stein, sem ég las einhvern tímann einhvern rosa góðan dóm um og hefur fengið fullt af verðlaunum út um allar trissur. Koverið lítur samt hræðilega út, gefur frá sér svona "væmin-rómantísk-gamanmynd-dauðans"-vibes...
Ég hef samt ekki ennþá komið mér að því að horfa á hana, heldur festist yfir þætti um rússnesk menningarverðmæti á RÚV... og er haldin einhverri svakalegri löngun í eitthvað til að muncha á, en ég get bara alls ekki fundið út hvað mig langar í. Ég þoli ekki þannig.
Dökkt súkkulaði fyllt með marsipani hljómar samt ágætlega.

sunnudagur, júlí 20, 2003

Við að lesa þetta varð mér hugsað til adidas-skósins (eða skónna, voru þeir ekki einhvern tímann tveir?) sem hengur/hékk á svona línu milli húsa við Lönguhlíð og dilluðu þar í vindinum. Ég horfði alltaf á þessa skó þegar ég var í strætó á leið í skólann og var einmitt alltaf að pæla í því hver hefði viljað losa sig við skóna sína á þennan hátt. Eða hvort fyrrverandi eigandi skónna hefði bara verið fórnarlamb eineltis.
En núna eru Svanhvít og Steini komin í heimsókn með ís svo það er best að hætta þessu rugli.

Böö. Vinnivinn.

Hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að afgreiða sömu tvo rússnesku drukknu sjómennina tvö kvöld í röð. Annar þeirra var æstur og öskraði mikið, fannst mjög lélegt af mér að tala ekki rússnesku. Sagði svo að ég talaði of mikið, spurði hvort ég vildi giftast sér og heimtaði að fá að kyssa mig á höndina tvisvar. Hann var sem betur fer aðeins rólegri í dag, fékk bara pítsuna sína og fór.

*********

Það hefur eiginlega legið fyrir síðan ég byrjaði í vinnunni minni að ég þyrfti að vinna yfir verslunarmannahelgina og mér finnst það svosem ekkert hræðilegt. Nú er meira að segja komið í ljós að ég þarf bara að vinna út helgina góðu, svo má ég hætta... ef ég vil. Ég er að hugsa málið...

*********

Aldrei hefði mér dottið í hug að ís gæti verið buttery... fyrr en ég smakkaði Ben & Jerry's Buttery Pecan Icecream. Alveg ágætur sko.

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Núna er ég búin að vera vakandi i 29 tíma (andvaka dauðans)... en ég er búin að nýta daginn ótrúlega vel. Síðan kl. 9 í morgun er ég búin að:
Fara í 3 tíma hvalaskoðun
Fara uppí Tryggingastofnun og fá afsláttarskírteini og endurgreiddan péning
Kaupa mér bol og pils á útsölu
Fara í kaffi með vinkonu minni
Fá lánaðar 5 góðar bækur á bókasafni
Hanga á Austurvelli í sólinni í góðra vina hópi
Fara út að borða

Ég var hálfpartinn á leiðinni í sund líka í kvöld en varð alltíeinu svo gífurlega þreytt, og skyldi engan undra.
Mér ætti allavega að takast að sofna í kvöld.

Mér finnst ég oft vera stödd í útlöndum þegar það er gott veður í Reykjavík. Ástæðan að baki því er frekar einföld hjá mér, ég ólst upp í sveit og hef alltaf verið að vinna í Biskupstungunum á sumrin, þannig að mér finnst passa að hafa tré og gróðurhús og fjöll í kringum mig þegar sólin skín. Að hafa bíla og hús og götur í kringum mig þegar það er heitt minnir mig á sólarlandaferðir sem ég fór í þegar ég var lítil og fór til Kanarí og Mallorca. En þessi útlandatilfinning er hægt og hægt að eldast af mér.

Það var allavega alveg yndislegt að sitja berfætt í sólinni úti á svölum í morgun, með lakkrísrótarte í bolla og góða bók. Leyfa húðinni minni að sjá smá sól svo hún muni eftir Portúgal. Svo átti ég líka mjög fallegt móment eftir vinnu kl. hálftólf, labbaði meðfram Ægissíðunni og settist svo niður á stein og horfði út á sjóinn og sólarlagið... og það var svo heitt! Var bara í fallega græna Hróa Hattar-bolnum mínum... og uppgötvaði svo að ég hafði gleymt að fara úr svuntunni minni. KjánaElín...
Jæja, lífið er gott (smá væmni en Coca-Cola er hvort sem er búið að eyðileggja þennan frasa svo... whatever... :Þ )

þriðjudagur, júlí 15, 2003

A bus in the University

Fékk fyrir nokkrum dögum síðan bréf frá lyfjafræðideild HÍ sem býður mig velkomna til náms etc. etc. og innihélt einnig þær upplýsingar að skólinn byrjaði 27. ágúst.
Vá, ég er loksins núna að gera mér almennilega grein fyrir því að ég er ekki að fara að taka strætó uppí MH á hverjum morgni í haust... heldur fara uppí HÁSKÓLA og stunda ALVÖRU NÁM og þarf að beita AKADEMÍSKUM VINNUBRÖGÐUM... eða eikkva. Samt er ég aðallega hræddust við fyrstu dagana, að flækjast um rangala einhverra stórra bygginga og finna ekki réttar stofur... hvernig ætli sé að vera busi í Háskólanum?
Hlakka samt voða mikið til að fara í vísindaferðir og kynnast nýju fólki.

Hvað sem því líður langar mig til að kaupa mér hjól til að hjóla á í skólann. Svona ekta kvenreiðhjól með breiðum mjúkum hnakki fyrir rassinn minn, körfu og bögglabera. Og það á að vera rautt.

Var orðin pirruð á því að geta ekki flutt tölurnar úr gamla teljaranum yfir í þann nýja.is... svo ég fann bara upp aðferð til að reloada mjög hratt og oft. Núna ætti talan að vera rétt, en eXTReMe Trackin' segir mér aftur á móti að u.þ.b. 90% heimsókna á síðuna mína séu reload og það lítur asnalega út... já það er vandlifað.

Annars er ég mjög andvaka núna og veit að ef ég fer að sofa sef ég örugglega lengst fram á dag, þannig að ég er að spá í að halda bara áfram að vaka og verða skrýtin (skrýtnari) í hausnum, fara svo snemma að sofa í kvöld.

mánudagur, júlí 14, 2003

Hana nú

(sagði hænan og lagðist á bakið), ég er búin að sparka þessum Bravenet teljara út í buskann þar sem hann var með stæla (eins og fleiri kannast við) og er komin með eitthvað svakalegt eXTREME trackin', vona að það virki vel. Fjandinn hafi það, best að henda bara inn fullt af þessu teljaradrasli svo það verði í lagi ef einhver af þessum kompaníum gerast fégráðug svín í framtíðinni...´
en ósköp er þessi teljari.is ræfilslegur, svo ákveður hann stundum líka að birtast ekki. Meira ruglið.
Svo vil ég bara minna allt góða fólkið þarna úti á að linka á mig því ég er líka gott fólk.

Og nei, Bruce Almighty var ekkert spes.

sunnudagur, júlí 13, 2003

Labbandi tónleika-tannálfur

UUuuggghhhh... ég verð að fara að klára að lesa þessa King bók (The Tommyknockers heitir hún) svo ég geti hætt að hugsa um hana. Mig dreymdi nefnilega í nótt að allar tennurnar dyttu úr mér, ekki ein og ein heldur svona 5 eða 6 í hrúgu... svo var eins og ég væri með svona 100 tennur því það var bara alltaf að detta meira og meira úr og ég fann blóðbragðið og tilfinninguna að vera bara með bert tannhold. Þetta var ógeðslegt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að tjekka á tönnunum og var ég þá ósköp fegin. Annars las ég það í draumaráðningabók að það að missa tennur í draumi sé fyrir því að missa ástvin... en ég kenni hr. King alfarið um þessar draumfarir.

Á fimmtudagskvöldið fórum ég og Atli á útgáfutóneika Toniks á Grand Rokk og voru m.a. Presst/Toni frændi (hans Atla) og Isidor að hita upp. Fyrsta skiptið sem Toni frændi spilar opinberlega og hann stóð sig með prýði og svo voru Isidor bara geðveikt góðir eins og venjulega. Ég var orðin frekar sybbin (auk þess sem svona elektrónísk músík er ekki alveg minn tebolli) svo að ég fór bara að rölta heim eftir Isidor. Þegar heim var komið fékk ég svo eina af mínum skrýtnu hugdettum, ég ákvað að fara og gá hvort hægt væri að rölta hringinn í kringum olíutankana á Örfirisey, því að ef það væri malbikaður göngustígur þar væri komin fyrirtaks skokkleið (ég er sko alltaf á leiðinni út að skokka, skömm hvað ég fer sjaldan (eða aldrei)). Ég dúðaði mig upp í stóru góðu úlpuna mína og hélt af stað, og viti menn! Það er vegur (ekki malbikaður þó) meðfram olíutönkunum en það er bara hægt að rölta u.þ.b. 3/4 af hringnum, þá kemur girðing sem lokar öllu. Svo prílaði ég heilmikið upp á stóra steina, var reyndar í pilsi og sokkabuxum og þær rifnuðu myndarlega í klofinu við allt príliríið, og svo fann ég líka lítið sætt og rómantískt leyndarmál bakvið olíutankana.
Og nei, það var ekki notaður smokkur. You just gotta see for yourselves..
Svo rölti ég heim glöð í bragði og var nokkuð ánægð með litla ævintýrið mitt.

Á föstudagskvöldið fór ég svo AFTUR á tónleika á Grand Rokk og í þetta sinn voru Kimono að spila og Ókind að hita upp. Ég og Svanhvít vorum eins og feimös pörsöns og vorum á gestalista og alles og drukkum bjór með hljómsveitinni. Vó, við erum þokkalega kúl. UnKind (a.k.a. the Bobbing Nipples) stood themselves as heroes og svo tóku Kimono við með sína yndislegu koalabrandara sem u.þ.b. 2% áhorfenda náðu.
Svo röltum við Svanhvít uppá Dillon og hittum þar margt gott FÍH og MH fólk, og stuttu seinna kíkti Atli á okkur líka. Ég og Atli enduðum svo á Prikinu (The Prick) með Áslaugu, Leu, Særósu, Betu og Eygló og var þar skakað sér til u.þ.b. 5 eða 6. Komum við á Hlölla á leiðinni heim, það var gott.
Laugardagurinn fór svo bara í rólegheitin, ég horfði á About Schmidt (mjög góð) og The Rules of Attraction (allt í lagi). Rosalega er hún Shannyn Sossamon sæt, vá.

Það var voðalega indælt að labba niður í bæ í dag, loftið ferskt og hressandi eftir rigninguna. Sá samt svolítið undarlega sjón: gekk framhjá veitingastaðnum Jónatan Livingston Mávur og sá að það var skilti í glugganum sem á stóð "Til sölu". Svo kíkti ég inn um gluggann og sá að öll borð voru svaka fínt uppdekkuð, með fullt af fínum glösum, silfurhnífapörum og plebbalegum servíettuskúlptúrum sem náðu ca. hálfan metra upp í loftið, en allt slökkt og dautt. Veitingastaðurinn bíður eftir gestum sem aldrei koma, bráðum leggst kóngulóarvefur og ryk yfir allt... jæja, en mér fannst þetta bara soldið skrýtið.

Planið er að baka amerískar pönnukökur í kvöld og horfa á Almighty Bruce. Mér finnst plakatið voða skemmtilegt, Jim Carrey liggjandi nakinn á skýi í kunnuglegri pósu... annars veit ég eiginlega ekkert um myndina, vona að hún sé góð.

föstudagur, júlí 11, 2003

Ansi er leiðinlegt að fara í bæinn og langa til að kaupa sér fín fín föt, kíkja svo í hverja einustu búðarholu og finna barasta ekki neitt!
Núna sárvantar mig t.d. buxur, en allar buxurnar sem ég sá voru:
a) RÁNdýrar
b) ljótar
c) ekki til í minni stærð
d) allt af ofantöldu

Reyndar finnst mér ótrúlega leiðinlegt að kaupa buxur. Miklu skemmtilegra að kaupa pils, boli og SKÓ.
Það eina sem ég sá í dag og langaði virkilega mikið í voru skór, sem kostuðu 13.000 kall. Úff.
Voðalega finnst mér vera mikið af ljótum fötum í búðum í dag.
Annað hvort það eða ég er svona ótrúlega hallærisleg að fíla ekki tískuna.
En þetta var nú reyndar bara Laugarvegurinn, á eftir að kíkja hingað og þangað... vona að Zara svíki mig ekki...

Ég er að lesa Stephen King bók þar sem tennurnar eru alltaf að detta úr fólki. Nú er mér farið að finnast að mínar séu soldið lausar.

Heimsku finkurnar vilja ekki baða sig. Sóða skítugu finkur.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

When it rains, it pours.
Ég var að tala um að það hefði verið langt síðan ég fór í bíó þannig að ég var bara aldeilis flott á því og fór AFTUR í bíó í gærkvöldi, meira segja aftur uppí Smárabíó en engan lúxussal í þetta skiptið. Terminator 2 & 3 rúla....

Ég ætla svo að fara snemma að sofa í kvöld þegar ég kem heim úr vinnunni, svo ég geti vaknað kát og hress ekki seinna en 10 í fyrramálið og gert eitthvað sniðugt, kannski ég skelli mér bara í sund... hrikalegt þegar dagarnir þjóta bara svona framhjá manni, vont vont vont að sofa á daginn (en samt svo gott... :Þ )

Mig langar í útilegu næstu helgi. Einhvern veginn verður maður að redda því. Kannski ég skelli mér bara uppí Laugarás, fari í fjallgöngu uppá Vörðufell og tjaldi þar? Og dragi Atla vælandi með? Allir sem vilja koma með segi "Aye"....

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ég hef ekki farið í bíó í háa herrans tíð, en skellti mér núna í kvöld á Charlie's Angels í Smárabíói. Við enduðum á því að kaupa miða í lúxussal þar sem hinn var bara troðfullur. Það var soldið fyndið að við vorum fjögur, þar af 3 ungar stúlkur (Elín, Elín og Hera) og einn eldri karlmaður (Denni, Elín's boyfriend and Hera's manager) svo við vorum svona eins og Charlie and his angels, en svo komumst við á þá skoðun að karlmaðurinn væri frekar bara svona Bosley.
Þetta var ekta svona mynd til að fara á í bíó, rosa skemmtileg, barasta toppurinn á afþreyingarmenningunni í dag. Ég tók þó eftir því að voru áberandi fleiri kroppasýningaatriði í þessari mynd en þeirri fyrri en kvarta þó engan veginn þar sem kropparnir voru af báðum kynjum.
Söngkonan Pink var með mini-hlutverk í myndinni, þetta voru þær 3 verst leiknu setningar sem ég hef nokkurn tíma séð.
Þetta var í annað sinnið á ævinni sem ég fer í lúxussal, vá, þessir stólar.... verð að fá mér svona í stofuna.
Í alla staði lúxuskvöld.

Atli spilar tennis í leikjatölvunni, íþróttaiðkunin á Vesturgötunni gerist ekki meiri.

mánudagur, júlí 07, 2003

All work and no play make Ella's blog dull.

Úff. Kíkti í partý til Möttu á föstudagskvöldið eftir vinnu en var bara svo grútmygluð og þreytt, þurfti líka að vakna snemma í vinnu á laugardagsmorgun svo ég stoppaði stutt við.
26 tíma vinnubrjálæði á laugardag og sunnudag, stelpan sem var að vinna með mér (hefur unnið þarna í 2 ár) man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann veirð svona mikið að gera yfir heila helgi. Heppin ég. Gekk samt vel.
Guðbjört, Árni og Þröstur kíktu til mín í vinnuna í dag. Það var gaman.

Næturgesturinn að þessu sinni er Gústi. Nú er horfin íbúðin hans, nú á hann hvergi heima.

Rosalega hlakka ég til að fara í sturtu og svo að sofa og sofa og sofa og sofa....

föstudagur, júlí 04, 2003

Það höfðum næturgest hérna á Vesturgötunni hjá okkur í nótt. Hann heitir Fróði og við fundum hann í reiðileysi niðri í bæ þegar við vorum á leiðinni heim eftir ágætis skrall. Við hringdum í símanúmer sem Fróði bar með sér og svaraði þar maður sem sagðist sækja hann til okkar í fyrramálið. Við þurftum hálfpartinn að halda á honum heim og það var erfiðara en það leit út fyrir að vera, því þó hann væri lítill seig hann í. Þegar heim kom þáði hann pulsu og vatnssopa með miklum þökkum, en vildi svo helst fylgja okkur eftir hvert fótmál og endaði á því að sofna í óhreinataus-hrúgunni okkar inni í svefnherbergi. Hann hraut hátt.
Um kl. 7 í morgun vildi hann svo ólmur komast út að pissa og fór ég þá með hann niður í bakgarð þar sem hann meig utan í allskonar plöntur, sæll og glaður.
Svo um kl. 10 kom eigandinn og sótti litla sæta Cavalier King Charles Spaniel hundinn sinn...

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jæja, mín bara rekin heim úr vinnunni kl. 20 í kvöld... að vinna 3 tíma á dag, þetta er nú bara brandari.
Well, business was SLOOOOOWWWW... og svo vinn ég væntanlega 13 tíma vaktir bæði á laugardag og sunnudag, þannig að það er alltílæ.

Heima hjá mér sitja núna 4 fílefldir karlmenn og spila asnalegan tölvuleik og drekka bjór. Smakkaði hjá þeim rétt í þessu Faxe 10%, hann er eins og bjór með vondu viskíi helltu út í. ooooooooojjjjjj
Er að spá í að kíkja á kaffihús con mis amigas.
Það ætti ekki að verða leiðinlegt.

Junk Mail

,,Pound Her Love Muffin With Your Huge Joystick!"

..........uuuh, já takk bara!

Rassar, vinna og námslán

Ricky Martin er í sjónvarpinu. He be shakin' that booty... í þröngum hvítum buxum, nema hvað.
Þá er rass dagsins afgreiddur.

Á meðan ég var úti á Portúgal var víst gert samkomulag um það í vinnunni minni að stelpan sem er að vinna með mér fái alltaf að loka á kvöldin.
Áður var búið að segja að við ættum að loka til skiptis, þ.e.a.s. að skiptast á vikum. Þetta þýðir að þegar lítið er að gera er ég einfaldlega send heim kl. 21 eða 22 (jafnvel fyrr) á kvöldin, í stað þess að vera til 23:30 eins og loki-stelpan. Þar með fara nokkrir tugþúsundkallar í vaskinn... en ég verð eiginlega að segja að ég er frekar fegin.
Mér finnst ekki gaman í vinnunni, mér finnst fínt að komast fyrr heim á kvöldin og peningurinn skiptir ekki svo miklu máli þar sem ég er ekki að safna pening fyrir veturinn eins og síðustu sumur heldur er ég að fara að taka full námslán.
Og það er víst að þegar ég ligg á dánarbeðinu mun ég ekki óska þess að hafa eytt meiri tíma í vinnunni...

Ég er soldið hrædd við þessa námslánaumsókn, þetta lítur allt svo flókið út... but I'm sure I'll figure it out, bit by bit.
Á morgun er ég t.d. að fara til ríkisskattstjóra að fylla út greiðsluseðil RSK 2.02, sko hvað það hljómar svakalega.

Hey! Rass dagsins #2!
Fyndin bílaauglýsing með fullt af rössum! I see you baby, shakin' that ass...

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Weebl and Bob

Weebl og Bob eru skondnir fýrar og á síðunni þeirra er hægt að finna eitthvað við allra hæfi, hvort sem þið hafið áhuga á skóm, djazzi, sjóræningjum, Jenny from the Block eða pokum...
En þið verðið að hafa kveikt á hátölurunum. Ójá.

Þeir eru líka ágætir til að hressa mann við þegar djöfulsins-fífl-sem-mega-stikna-í-helvíti-til-eilífðarnóns hafa verið að gera manni lífið (og vinnuna) leiða.
Ekki er verra að hafa hvítvínsglas við höndina.
Reyndar er sjaldan verra að hafa hvítvínsglas við höndina. Eða glös.