mánudagur, júlí 21, 2003

Hangs

Ég á í svolitlum vandræðum með sjálfa mig, var búin að reikna með því að vera að vinna til ca. 23 en var svo bara send heim kl. 19:30, það var nebbla að byrja ný stelpa. Ég var alveg í finu stuði og fannst bara ágætt að vera í vinnunni (sem kemur nú ekki of oft fyrir) þannig að það var soldið asnalegt að vera send heim. Tók þó með mér dýrindis kjúklingapítu ("The Queen") og kom við á vídjóleigu á leiðinni heim og tók Kissing Jessica Stein, sem ég las einhvern tímann einhvern rosa góðan dóm um og hefur fengið fullt af verðlaunum út um allar trissur. Koverið lítur samt hræðilega út, gefur frá sér svona "væmin-rómantísk-gamanmynd-dauðans"-vibes...
Ég hef samt ekki ennþá komið mér að því að horfa á hana, heldur festist yfir þætti um rússnesk menningarverðmæti á RÚV... og er haldin einhverri svakalegri löngun í eitthvað til að muncha á, en ég get bara alls ekki fundið út hvað mig langar í. Ég þoli ekki þannig.
Dökkt súkkulaði fyllt með marsipani hljómar samt ágætlega.