miðvikudagur, desember 20, 2006

Ég kláraði prófin í gær, það var alveg frábær tilfinning... Svaf reyndar aðeins yfir mig í gær en komst á réttum tíma í prófið. Frekar scary samt.

Núna get ég snúið mér að því að hafa áhyggjur af öðrum og skemmtilegri hlutum eins og:
*Er ég nokkuð alltof feit í bikiníinu mínu (nei ekki séns því ég er búin að vera svo dugleg í ræktinni og sko ekki búin að borða neitt nammi í prófunum...djók)
*Hvaða bók á ég að taka með mér í 10 tíma flugið til Kúbu?
*Hvort ætti ég að fá mér mojito eða daquiri á sundlaugarbarnum? (æi skítt með það, þetta er allt innifalið, fæ mér bara bæði)
*Dugar SPF 15 sólarvörn eða þarf ég að fara upp í 25?
*Hvernig sandala á ég að kaupa mér?
*Hvort langar mig í súkkulaði- eða jarðarberjaís?

.... og fleiri afar krefjandi og erfið vandamál.

Svo fæ ég næstum því jólamat því tengdó ætla að bjóða okkur í hamborgarhrygg á morgun og ég ætla að búa til toblerone-jólaísinn hennar mömmu og bjóða uppá í eftirrétt... yum.
Jólaglögg í kvöld með lyfjafræðikrökkum, gaman gaman.
Og er búin að fá eina einkunn (9,5 í eðlislyfjafræði 2) sem er hæsta einkunn sem ég hef fengið í (alvöru) háskólanáminu mínu (ég tek það nú varla með að hafa fengið 9,5 í munnlegri japönsku en það sýnir nú samt hvað ég er gríðarlega fjölhæf.)
Ég er líka búin að kaupa mér massatöff sólgleraugu.

Æi já kæra fólk, öfundið mig aðeins...

föstudagur, desember 08, 2006

Jæja, er stödd heima hjá tengdó í tölvunni þeirra... við erum búin að búa hérna í Skógarselinu síðastliðna 3 daga því að það þurfti að brjóta upp vegg í svefnherberginu okkar til að laga leka í klóakröri frá hæðinni fyrir ofan, afar hressandi.
Hérna hef ég setið við lærdóm með afar nautnafullan ísskáp mér til selskaps. Ég var búin að sitja hérna í heilan dag að læra og var alveg að missa mig (úr hlátri og undrun) yfir látunum í lostafullu nágrannakonunni á hæðinni fyrir ofan, þvílíkar samfarastunur og öskur og það a.m.k. fimm sinnum yfir daginn! Síðan kom á daginn að þessu MJÖG svo raunverulegu hljóð koma í rauninni frá ísskápnum hérna á heimilinu. Hvernig ísskápur fer að því að líkja svona eftir nautnaópum konu er mér hulin ráðgáta en hljóðin eru samt sem áður svo raunveruleg að ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri þetta.

Ákveðinn kostur við að dvelja hér við lærdóm er sá að tölvan mín neitar að tengjast netinu hér á heimilinu þannig að óþarfa bloggráp og baggalútshangs er úr sögunni... annars er auðvitað alltaf langþægilegast að vera heima hjá sér í svona prófalestri, svolítið leiðinlegt að vera útlægur frá heimilinu sínu akkúrat á þessum tíma. En hér er dekrað við mann, o sei sei já. Lítur samt út fyrir að við komumst aftur heim í kvöld.

Fór í fyrsta prófið í gær, eðlislyfjafræði 2. Það gekk bara vel en ég er engan veginn að nenna að byrja á lærdómi fyrir næsta próf, er alveg merkilega lítið stressuð eitthvað og alveg viss um að það reddist.
Jæja, best að fara að gera eitthvað af viti... og þó.