föstudagur, ágúst 13, 2004

Bluhblah

Stundum þegar ég sit í vinnunni og læt mér leiðast þá fer ég ósjálfrátt að semja heilu bloggfærslurnar í huganum og ákveð að ég ætli sko aldeilis að blogga þegar ég kem heim... en svo hefur þreytan (eða bjórþorstinn) bara yfirhöndina þegar heim er komið. Að ég tali nú ekki um þegar ég er með netta sjóriðu og eins og til dæmis akkúrat núna. Er að vinna fáránlega mikið þessa dagana þar sem stelpan sem er að vinna á vöktum á móti mér skrapp til útlanda. Oy vei.
En ég er ekki að afsaka mig. Nei, slíkt geri ég ekki.

En smá fréttir: held að það séu ca. 50/50 líkur á því hvort ég enda í japönsku eða lyfjafræði í vetur en það er allavega out of my hands. Hvað sem gerist þá verð ég allavega með frábæru fólki í tímum, þó ég hafi nú verið farin að hlakka voða mikið til að prófa eitthvað nýtt með því að fara í 'pönskuna.
Og.... svo er ég líka búin að sækja um á stúdentagörðunum! Er núna á biðlista í sæti 105.
Veit svosem ekkert hvort það er hátt eða lágt.

my beerbelly is getting bigger.