föstudagur, desember 30, 2005

Jæja, prófin og jólin búin... svona því sem næst.
Búin að fá eina einkunn sem er alveg frábær, eða 9 í Línulegri algebru og tölfræði. Svo dreymdi mig í nótt að ég fengi 8 í Sýkla- og veirufræði, ekki slæmt ef það myndi standast. Svo giska ég á 6-7 í Lífrænni efnafræði en það próf var viðbjóður frá helvíti og ég mun dansa fagnaðardansinn yfir sexunni minni, shake what my mama gave me o.s.frv.
Ég ákvað að sleppa einu prófi og taka það frekar í ágúst því það er töff, ókei?

Fékk frábærar jólagjafir, rosa mikið af dóti í búið. Skrítið að fólki virðist finnast að núna loksins sé ég byrjuð að búa, what's up with that?

Núna hef ég hugsað mér að fá mér beyglu með rauðlaukspiparosti í hádegismat.
Góðar stundir.

laugardagur, desember 17, 2005

Er búin að taka þátt í þessum kjánaleik bæði hjá Ellu og Atla svo ég pusa þessu hingað inn:

Póstaðu í kommentin og ...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
8. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Note to self: að læra hvarfganga utan að er ekki góð skemmtun.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja, búin með Sýkla- og veirufræði og Línulega algebru og tölfræði. Gekk ágætlega í báðum, línan var þó löng og leiðinleg, já og gott ef ekki ljót líka. Í kvöld ætla ég að sjá mörgæsamynd! Veivei!! Ekkert smá sem bíó hljómar vel þegar það eina sem maður gerir allan daginn er að sitja á sínum bleika rassi og lesa fræðin...

Aldrei framar R! Aldrei framar fervikagreining eða eigingildi eða meginþættir eða helvítis líkön á fylkjaformi... >simplex(mark, A1=rbind(i,iv),b1=(12,4)... my ass!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Pant ekki fá Ebólaveiru!

,,Sjúkdómurinn byrjar með miklum höfuðverk, háum hita, bakverkjum, sjúklingur verður yfirkominn af niðurgangi og uppköstum og síðan útbrotum og blæðingum eftir 5-7 daga.
Blæðingar eru í augum, lungum, meltingarvegi, nefi, tannholdi - sjúklingur deyr úr losti og blóðmissi á 7-16 dögum."

Annars er ég mjög ánægð með blóðið mitt, hef það núna skjalfest að ég er hvorki með HIV eða lifrarbólgu A, B né C. Aftur á móti er ég með mótefni gegn helstu veirusjúkdómum svo sem hlaupabólu, rauðum hundum, cytomegaloveiru, hettusótt og mislingum.

Já, sýkla- og veirufræðin er sniðug... próf í henni 8. des.

laugardagur, desember 03, 2005

Kjúklingauppskrift sem er bara of góð til að deila henni ekki með heiminum - fékk hana frá Ellu.

Mangó chutney kjúklingur

3-4 kjúklingabringur, skornar í bita
1 krukka mangó chutney (mæli með Rajah)
1 peli rjómi
1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 tsk karrý

Hrærið chutney, rjóma, hvítlauk og karrý saman í skál.
Steikið kjúklinginn á pönnu og bætið svo sósunni út á, látið krauma þar til sósan verður passlega þykk (ca. 15 mín).
Berið fram með hrísgrjónum og, ef þið viljið vera fansí, nanbrauði.
Svo er líka gott að hafa jógúrtsósu með:

Köld jógúrtsósa

2 1/2 dl ab mjólk
1/4 gúrka, rifin
1 hvítlauksrif, saxað
1/2 tsk oregano
smá salt

Allt hrært saman og gjarnan látið standa í ísskáp í svosem hálftíma áður en borið fram.

Hef sjálf aldrei verið sérlega hrifin af chutneyi en þessi sósa er bara snilld...

...en jæja, best að halda áfram að lesa um holdsveiki.

föstudagur, desember 02, 2005

Heimspekilega bloggið

Að vaxa eða ekki vaxa... það er spurningin.