föstudagur, apríl 22, 2005

Á sjó...

Í vinnunni minni í dag sá ég fullt af stökkvandi höfrungum. Það eru ekki margir sem geta sagt þetta... Held annars að það sætasta sem ég hafi séð hafi verið síðasta sumar þegar við sáum pínulítinn höfrungakálf, nokkurra daga gamlan, stökkvandi aftur og aftur við hliðina á mömmu sinni. You gotta see it to believe it.
Í dag var s.s. fyrsti vinnudagurinn hjá mér. Vá hvað það var gott að komast aftur út á sjó, ferska sjávarloftið maður, svo var líka yndislegt veður og fullt að sjá.

Stóð úti á svölum áðan og sá tvo smáfugla sem voru eitthvað að skrattast hvor utan í öðrum. Voðalega eru manneskjur að gera allt flókið, að hafa tilfinningar, skoðanir, áhugamál...
Fuglar eru bara: "Hey, borðum orma saman!" og svo nokkrum vikum síðar bara komnir með hreiður og unga og allt.
Eða hundar: "Hey, það er góð lykt af rassinum á þér þó þú sért systir mín..."

Af hverju geta ritgerðir annars ekki skrifað sig sjálfar?

sunnudagur, apríl 17, 2005

Flowery twats og Fra Dolcino

Já, þið segið það. Titil þessarar færslu er ekki á færi margra að skilja, skilyrði eru þau að viðkomandi hafi séð Fawlty Towers og lesið The Name of The Rose eftir Umberto Eco.
Haha, ég er soddan plebbi.

Annars á ítalskt munklífi á 13. öld minn hug allan þessa dagana, þetta er alveg mögnuð bók. Svo er ég líka með japanskar lesbíur á heilanum, er að fara að skrifa bókmenntaritgerð þar sem ég ætla að reyna að bera saman Sputnik Sweetheart e. Murakami og eldgamlar frásagnir af japönskum kynvillingum. Verst að gömlu frásagnirnar allar díla frekar við ástarsambönd milli eldri manna og ungra drengja, svona grískt dæmi, það stendur fátt um konur í textanum en Sputnik Sweetheart fjallar einmitt um unga stúlku sem verður ástfangin af eldri konu. Heillandi viðfangsefni svo ekki sé meira sagt.

Er í frekar asnalegu limbói þessa dagana, var búin að reikna með að byrja að vinna sem fyrst núna í apríl en það er víst svo rólegt í elsku vinnunni minni að þau þurfa bara ekkert á minni hjálp að halda strax. Hrmpf.
Þá hef ég víst tíma núna til að skrifa ritgerðir og læra fyrir prófin... verst að mér finnst svo langt í þetta alltsaman að mér gengur illa að byrja, ritgerðaskil 25. apríl og fyrsta prófið 30., langt langt í burtu...

Ætla að halda uppá afmælið mitt laugardaginn 23. apríl hérna í gríðarstóru íbúðinni minni, þið megið byrja að hlakka til :)

Og svo á að draga mann í bíó í kvöld, á mynd um einhvern bévaðan barnaníðing, sveiattan!
Mæli annars gríðarlega með Garden State og Napoleon Dynamite.
That's all folks.

Öppdeit: Síðan var bara uppselt á barnaníðinginn bévaða. Hvurslags pervertar er fólk að fjölmenna á svona mynd á sunnudagskveldi, á sjálfan helgidaginn! Skammist ykkar bara!
Fórum á Beyond the sea í staðinn. Hún var ekkert spes, frekar flöt og maður náði engum tengslum við persónurnar. Ósköp áferðarfalleg og flott mynd samt.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

The first blog of April... oh the joy!

Hlutir sem hafa gert mig glaða síðustu daga:

*norðurljósin sem dönsuðu bara fyrir mig á laugardagskvöldið
*japanski bókmenntafræðikúrsinn (vissir hlutar af honum allavega)
*sú staðreynd að ég á bráðum afmæli
*latte -ið á stúdentakjallaranum
*afró
*pool
*sítrónute úr uppáhalds sítrónubollanum mínum
*Beth Gibbons
*Billie Holiday
*að hafa kvatt 8 kg síðan um jólin
*Fawlty Towers
*kvikmyndahátíðin sem ég ætla að tryggja mér 10 mynda passa á

Annars er allt brjálað að gera í skólanum og núna þarf ég að stökkva í afró...