Á sjó...
Í vinnunni minni í dag sá ég fullt af stökkvandi höfrungum. Það eru ekki margir sem geta sagt þetta... Held annars að það sætasta sem ég hafi séð hafi verið síðasta sumar þegar við sáum pínulítinn höfrungakálf, nokkurra daga gamlan, stökkvandi aftur og aftur við hliðina á mömmu sinni. You gotta see it to believe it.
Í dag var s.s. fyrsti vinnudagurinn hjá mér. Vá hvað það var gott að komast aftur út á sjó, ferska sjávarloftið maður, svo var líka yndislegt veður og fullt að sjá.
Stóð úti á svölum áðan og sá tvo smáfugla sem voru eitthvað að skrattast hvor utan í öðrum. Voðalega eru manneskjur að gera allt flókið, að hafa tilfinningar, skoðanir, áhugamál...
Fuglar eru bara: "Hey, borðum orma saman!" og svo nokkrum vikum síðar bara komnir með hreiður og unga og allt.
Eða hundar: "Hey, það er góð lykt af rassinum á þér þó þú sért systir mín..."
Af hverju geta ritgerðir annars ekki skrifað sig sjálfar?
<< Home