mánudagur, janúar 26, 2004

(Í þessari færslu hef ég ákveðið að prófa bloggstílinn að tala um sjálfa mig í þriðju persónu)

Jæja, kjellíngin bara orðin svakaleg! Búin að kaupa sér líkamsræktarkort í húsunum kenndum við þrek, bað og sport... og búin að fara alveg tvisvar síðan hún keypti kortið! Fimmtudaginn síðasta lét hún plata sig í MRL tíma (Magi Rass og Læri!) hjá einhverri svaka bandarískri frauku og hélt hún (kjellíngin) að hún yrði ekki eldri, þvílíkar voru pyntingarnar... og ekki nóg með það heldur var hún líka að drepast í þrjá daga á eftir úr harðsperrum í maga, rassi og lærum en það gerir mann nokkuð heftan hreyfingarlega séð... Kjellíngin gefst þó ekki upp og hyggst mæta hress og kát í annan slíkan tíma á morgun... nei andskotinn, þetta þriðju persónu dæmi er alltof plebbalegt, þetta get ég ekki...

Annars varð ég vitni að alveg ofboðslega ljótum fatnaði í þessum tíma. Hver hefur eiginlega troðið þeirri vitleysu í hausinn á miðaldra konum að það sé kúl að vera í sundbol og stuttum hjólabuxum í leikfimi... og toppa svo vitleysuna af með hnésíðum kvennahlaupsbol?
Á leiðinni heim sá ég svo staðfestingu þess að ekki einungis miðaldra kvensur þjást af ,,ósmekklegu-íþróttafata-syndróminu" en á Lækjartorgi sá ég einmitt á að giska 13 ára stúlkukind í rauðum joggingbuxum og á rassinn var skrifað stórum stöfum: "FOXY".
'Scuse me honey, but it ain't.

Uppáhaldsþátturinn minn þessa dagana: America's Next Top Model!
Þessar gellur eru svo heimskar og bitchy að það er ekkert smá... og svo hlakka ég líka geðveikt til að sjá Hilton-systra þáttinn, að ég tali nú ekki um Survivor Allstars! Aftur á móti gæti ég ekki mögulega horft á enn einn ,,gellur að gera ríkan gaur skotinn í sér" þátt (ath. : trikkið er að sofa hjá gaurnum á næstsíðasta stefnumóti!), hvað þá Temptation Island eða Paradise Hotel. Aftur á móti hef ég alltaf haft lúmskt gaman af drukknu Bretunum í "Uncovered" þáttunum. Já, heimur drasl-raunveruleikasjónvarpsins er margslunginn...

Held ég verði núna dugleg og plani tvær tilraunir í efnagreiningu... eftir að skoða smá blogg.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Fálki dagsins

Má ekki bjóða yður sígarettu?

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Dagurinn hefur ekki beint verið sá besti. Hefst nú vælið:

Hann hófst á því að ég var andvaka í nótt til 3 (eins og mín er von og vísa) og vaknaði svo kl. 7 í morgun með stokkbólginn háls og tilheyrandi verki, eins og alla morgna síðastliðna viku, og ákvað ég þá að nóg væri komið, nú skyldi ég fara til læknis og láta líta á þetta. Því var það mitt fyrsta verk í morgun að hringja og panta tíma hjá lækni.
Svo var komið að því að ösla í skólann í slabbinu, hálkunni og rigningunni, ég varð gegnblaut í báða fætur á einni mínútu og þegar ég kom upp í skóla var skólataskan mín líka orðin blaut í gegn svo allt fína draslið mitt lá við skemmdum.
En nú var komið að verklegri efnagreiningu. Skv. einhverju plani sem ég hafði í höndunum átti ég að gera tilraun í dag sem mér sýndist létt og löðurmannleg og var ég búin að undirbúa mig og hugsaði mér gott til glóðarinnar að ná kannski að klára hana snemma og geta svo bara farið heim, en í ljós kom að planið hafði hliðrast til svo ég átti að gera einhverja aðra tilraun sem ég var algjörlega óundirbúin fyrir og auk þess viðbjóðslega löng. Ekki bætti úr skák að ég þurfti að sulla allan tímann með illa lyktandi og ógeðsleg rokgjörn efni og sterkar hættulegar sýrur og fékk þannig illt í augun, nefið og svima í hausinn. Á tímabili leit út fyrir að tilraunin væri ónýt hjá mér því perklórsýrulausnin mín reyndist vera 0,123 M í staðinn fyrir 0,05 M en það reddaðist, ég þurfti bara að vera þeim mun nákvæmari þegar ég var að títra nikótínið (speaking nerdish, yes, I know, my precious).
Allavega, þessu var ég að vesenast í frá 8:15 - 12:40 án þess að taka eina einustu pásu eða setjast niður, var heldur ekki búin að borða neitt (var með nesti með mér en hafði ekki tíma til að borða það, þurfti að klára þetta drasl).
Þetta hófst þó allt saman og tókst mér að finna massaprósentu nikótíns í píputóbakinu Prince Albert með mikilli prýði.

Svo hafði ég nú hugsað mér að nota daginn og reka nokkur erindi, t.d. endurnýja ökuskírteinið mitt (hef ætlað að gera það síðan í ágúst) og fleira skemmtilegt en þegar ég kom út og sá að rigningin hafði aukist frekar en hitt þá langaði mig voða lítið að fara að þramma út um borg og bý í skítblautum sokkum að reka einhver heimsk erindi.
Þess vegna fór ég bara heim, þurrkaði marineruðu tærnar mínar og fór í dúnsokka (úff hvað það var gott!) og var síðan svo aðframkomin af þreytu að ég lagði mig í klukkutíma áður en ég fór til læknis. Þar borgaði ég 1100 kall fyrir að láta segja mér að ég væri ekkert lasin og ég ætti bara að drekka te og ganga með trefil, en þetta tvennt geri ég hvort sem er alltaf.

Fátt annað hef ég nú gert í dag, en þótt ótrúlegt sé er ég ekki í neitt voðalega vondu skapi. Er það einkum tvennu að þakka: Ben & Jerry's Makin' Whoopie Pie (Chocolate Ice Cream with a Classic Whoopie Pie Mixture of Marshmallow & Devil's Food Cookies) og tímaritinu Fálkanum (,,vikublað með myndum").
Fálkinn krefst kannski frekari skýringar: Núna höfum við Atli undir höndum 5 gríðarstórar og gamlar bækur sem afi hans átti og innihalda þær árganga 1930-1939 af Fálkanum. Fálkinn var eins konar Séð & Heyrt sinna tíma, slúður af kóngafólki og kvikmyndastjörnum, dálkurinn ,,Fyrir kvenfólkið" (prjónauppskriftir, ,,nýjazta tízkan frá París" og upplýsingar um ,,skyldur konunnar"), skrítlur (Adamson, Ferdinand, Litli & Stóri) og uppáhaldið mitt, furðufréttadálkurinn ,,Jeg er alveg hissa".
Svo eru auglýsingarnar alveg kapítuli út af fyrir sig, alls konar lífselixírar og nútímatól hafin upp til skýjanna á smekklegan hátt...

Auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir að sjá þessa dýrð í sínu upprunalega veldi en lúkum vér hér færslu þessari með nokkrum gullmolum úr Fálkanum.

Auglýsingar

,,IDOZAN er heimsfrægt járnmeðal við BLÓÐLEYSI og þar af lútandi þreytu og taugaveiklun.
Fæst í lyfjabúðunum."


,,Þú ert þreyttur, daufur og dapur í skapi. -Þetta er vissulega í sambandi við slit tauganna. Sellur líkamans þarfnast endurnýjunar. Þú þarft strax að byrja að nota Fersól. -Þá færðu nýjan lífskrapt, sem endurlífgar líkamsstarfsemina.
Fersól herðir taugarnar, styrkir hjartað og eykur líkamlegan krapt og lífsmagn.
Laugavegsapótek"


,,Notið þjer ,,ÓÐINN" teikniblýantinn?"

Mest spiluðu danslögin árið 1930:

En kärleksnatt i Barcelona
Det var paa Frederiksberg
Tjener, Tjener, kom med Öllet (tileinkað öllum Lybbum in the house)
Ever so goosey
Lailas Kærlighedssang
Jeg býð yður rós
Bölgevalsen
Saa til Sös
Skippervalsen



Jeg er alveg hissa

,,Í Berlín búa 50 svertingjar og í öllu Þýskalandi á að giska 200. Flestir þeirra eru íþróttamenn, söngvarar, leikarar eða þessháttar. Nú er í ráði að koma upp sjerstöku leikhúsi, þar sem svertingjar eingöngu sýni leikrit, samin af svertingjum og leiki lög samin af þeim. Í öllum stórborgum eru svertingjar nú að komast til vegs og virðingar."

,,Í New York giftist kona nýlega í þrettánda skiftið!"

,,37 ára gömul kona í Ameríku hefur krafist skilnaðar frá manni sínum og gefur upp sem ástæðu fyrir skilnaðinum, að maðurinn heimti að hún nuddi hann á bakinu, eftir að hann hefir laugað sig, raki hann og bruggi handa honum öl." (Hmmm, hvern minnir þetta mig á?)

Já, það er hreinlega ekki hægt að vera í vondu skapi meðan maður les þvílíka dýrð. Verst hvað þetta freistar manns mun meira en námsbækurnar ;)

sunnudagur, janúar 18, 2004

Hulló hulló... í vísindaferð var gaman, ójá... en kannski aðeins of gaman, allavega var ég ekkert uppá mitt hressasta í gær. Það lagaðist þó þegar leið á kvöldið og er það mest að þakka:
1) Atlanum mínum sem skaust útí apóteki fyrir mig í brjáluðu veðri OG náði í trefilinn minn sem ég gleymdi á Celtic Cross;
2) Snilldarpizzunni El Pollo Loco frá Eldsmiðjunni (kjúklingur, hnetur, sólþurrkaðir tómatar og sveppir... yum!)
3) Svanhvíti minni sem kom með kók og horði memmér á LOTR ;)

Allavega, í dag á að taka lærdóminn með trukki (og ég varð nú soldið glöð að sjá að efnafræðikennarinn hefur ákveðið að setja glærurnar á netið eftir alltsaman). En mig vantar smá upplýsingar hérna: hvaða dæmi voru sett fyrir í efnagreiningu? Og á að kaupa eitthvað aukahefti fyrir örverufræði? What's up with that shit?

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Hljómsveitir sem ég hef iðulega ruglað saman og fundist vera ein og sama hljómsveitin


Chemical Brothers og Propellerheads

Travis og Coldplay

U2 og R.E.M.

Garbage og No Doubt

Tori Amos og Alanis Morrisette (OK, reyndar söngkonur)

Strokes, Leaves, Kills, YeahYeahYeahs, Hives, Funerals og allar hinar sem eru með alveg eins nöfn (veit varla hverjir eru íslenskir og hverjir ekki. Þess má til gamans geta að Muse var í þessum hóp en svo byrjaði ég að hlusta á þá.)

Allar þessar íslensku rappsveitir: Forgotten Lores, Bæjarins beztu, Afkvæmi Guðanna, Skytturnar, Móri, Steinbítur... (að ég tali nú ekki um þessa erlendu, Nelly, 50 cent, Nerd... the list is endless).


Ég verð þó að segja mér til varnar að ég rugla þessum hljómsveitum bara saman ÁÐUR en ég fer að hlusta á þær, t.d. myndi ég nú aldrei rugla saman U2 og R.E.M. í dag, hvað þá Travis og Coldplay... en þegar maður þekkir bara nafnið á hljómsveitinni og hefur grófa hugmynd um hvernig tónlist þeir spila þá er þetta allt sami grauturinn... allavega í mínum heilagraut.

Já og svo að lokum: ég man nú aldrei hver er í þessari Ókind og hver er í Isidor, mælist til þess að þeir sameinist og stofni Isikind eða Ókindador til að einfalda málin.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

seven people



You Will Have Sex With 7 People!


Mostly, you're a relationship skipper

So you'lle rack up a lot of your partners via serial monogamy

But a couple of those partners will be pure experimentation

For a guy, you're about average... for a girl, a little wild



How Many People Will You Have Sex With?

More Great Quizzes from Quiz Diva


hahaha...

Vil líka benda á að ég er búin að öppdeita Teddy Ruxpin linkinn, sá gamli var hættur að virka...

þriðjudagur, janúar 13, 2004

uughh.... minns er lasinn og búinn að vera það síðustu tvo daga. Er komin með einhverja leiðinda hálsbólgu (sem er undarlegt, eftir hálskirtlatökuna) en hún liggur þó frekar neðarlega og er kannski frekar eins og bólga í raddböndunum, með tilheyrandi kvefi og hita.
Annars var ég að uppgötva að maður má eiginlega ekkert vera veikur á þessari önn út af öllum verklegu tímunum, missti af efnagreiningartilraun í dag (ætli ég þurfi að skila inn læknisvottorði? oohhh, vesen...) og ef ég mæti ekki á morgun missi ég líka af efnafræði.
Ætla að gera mitt besta til að mæta á morgun... en hvað sem öðru líður þá ætla ég sko að mæta í vísindaferð á föstudaginn í Delta ;D

föstudagur, janúar 09, 2004

Gullkorn dagsins: ,,Það mætti eiginlega segja að vatn sé svona lesbískt.......... nei, nei, ég meina bi!!"

Mælist ég til þess að kennarinn sem lét þessi orð falla í tíma í dag (við mikinn hlátur nemenda sinna) verði héðan í frá kallaður bæjarinn...

Annars gerast kraftaverkin hægri og vinstri í dag, ég þorði í blóðprufu og fékk 7 á efnafræðiprófi dauðans en skv. fyrri skilgreiningu minni er sú einkunn einmitt kraftaverk og er ég bara mjög hamingjusöm yfir því. Það skyggir þó á hvað kennarinn virðist vera með stæla gagnvart ákveðnum meðlybbum mínum en það reddast þó vonandi.
Sundið var einkar hressandi og svo förum við Atli ókeypis á 100% Hitt m. Helgu Braga á eftir og ég held að kvöldið verði bara frábært.
Í dag er soldið gaman að vera ég.

Ég er hetja!

...eða því sem næst.
Flestir sem þekkja mig vel vita að ég er haldin gífurlegri fóbíu gagnvart því að láta taka úr mér blóð. Þá er það ekki stungan sjálf eða sprautan heldur að vita til þess að það sé verið að stinga inn í æðina mína og soga útúr henni blóð... það finnst mér bara hræðilegt. Get ekki einu sinni horft á þetta í sjónvarpi án þess að fá viðbjóðshroll í olnbogabæturnar. Svo hefur reynsla mín af blóðprufum bara verið hreint og beint hræðileg, síðast þegar átti að taka blóðprufu úr mér (í 9. bekk í skólaskoðun) stakk hjúkkan aftur og aftur og fann ekki æð (ofboðslega sárt og ég var nógu stressuð fyrir) og stakk síðan í hinn handlegginn og tók alltof mikið blóð og það leið yfir mig.
Þegar ég fór svo í hálskirtlatökuna í sumar tók ég sérstaklega fram við læknana að ég vildi alls ekki láta taka úr mér blóðprufu nema þess þyrfti lífsnauðsynlega, og var ég eiginlega mun kvíðnari fyrir þessari hugsanlegu blóðtöku en aðgerðinni sjálfri. Var svo mjög hress þegar blóðtakan reyndist ekki nauðsynleg.
Ég kom því sjálfri mér rækilega á óvart í morgun þegar ég samþykkti að koma með henni Ellu vinkonu minni í Blóðbankann. Hún var að fara að láta soga úr sér hálfan líter af gæða lífsvökva en ég ætlaði bara að kíkja á þetta og sjá til hvort ég myndi þora að fara í blóðprufu. Mig hefur nefnilega lengi langað til að vita pottþétt hvaða blóðflokki ég tilheyri, held ég sé O en er ekki viss. Einhvern veginn fór ég nú að því að fara þarna inn, fylla út eyðublað skjálfandi á beinunum og svo leggjast á bekk... og þetta var barasta ekkert mál! Góða konan fann æð strax, eitt lítið klíp, smá prufa tekin og svo búið. Eftir þetta fengum við svo dýrindis morgunverðarhlaðborð... og hver veit, kannski verð ég bara farin að gefa blóð eftir 2 vikur. Sko mína! Er búin að labba um í dag eins og montin hæna og sýna öllum fína plásturinn minn...

En Svanhvít á ammæli í dag og ég er að fara með henni í ammælissund... og svo verður geggt gaman í kvöld og við ætlum að kaupa okkur meter af bjór, jei!!!

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Fyrsti skóladagurinn...

...var svosem allt í lagi. Hápunktur dagsins var þó að komast að því að ég væri ekki í efnafræðitilraunum kl. 14-19 á laugardögum, en það var útlit fyrir þann viðbjóð á tímabili. Hérna má svo líta töfluna mína, hún er ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera því sumir tímarnir eru ekki alltaf og maður er í mismunandi hópum o.s.frv....
Fyrir einkar áhugasama (og líka svo ég gleymi því ekki sjálf): ég er í verklegri örverufræði á mánudögum e. h., verklegri efnagreiningu á þriðjudagsmorgnum og verklegri efnafræði á miðvikudögum e. h.. Lífeðlisfræðin á ennþá eftir að koma í ljós en í henni gerum við bara tvær tilraunir yfir önnina svo að ég er eiginlega alltaf búin á hádegi á þriðjudögum og föstudögum = sweeeet.
Svo er ég búin að redda öllum bókunum fjórum á 16.000 kall sem ég tel vera nokkuð gott og er meira að segja búin að þvo sloppinn minn. Já, ég myndi segja að ég væri ágætlega tilbúin fyrir nýju önnina (mikið rosalega held ég samt að það verði leiðinlegt í efnafræðifyrirlestrunum... :Þ ).
Náttúrufræðihúsið lofar líka góðu, virkilega flott. Soldið fyndið samt að hafa iðnaðarmennina þarna vinnandi og bannandi fólki að fara á klósettið því það væri nýmálað...

Vá, ég er eiginlega soldið pirruð að hafa þennan góða líka tíma núna en geta samt ekki nýtt hann í að læra því það er ekki búið að setja neitt fyrir..... svei. Held nebblega að tímaskortur verði ansi mikill á þessari önn.

Getur svo einhver sagt mér hvenær LFMH ætlar að frumsýna leikritið sitt? Er farin að hlakka lúmskt til að sjá þann sora... ;)



föstudagur, janúar 02, 2004

Manneskjan sem var óákveðin og kunni ekki að slappa af

Einu sinni var lítil Elín sem ætlaði að hafa það rosa gott í jólafríinu og gera marga skemmtilega hluti, en núna loksins þegar hún hefur tíma þá getur hún ekkert ákveðið hvað hún á að gera því það eru alltof margir skemmtilegir hlutir sem bíða hennar. T.d. núna veit hún ekkert hvort hún á að horfa á How to lose a guy in 10 days, FOTR eða Jungle Wa Itsumo Hale Noche Guu eða lesa LOTR, Höfund Íslands eða bók um dauðasyndirnar sjö eða smyrna eða fá sér eitthvað gott að borða eða hjúkra Atlanum sínum sem var laminn í hausinn á gamlárskvöld... eða jafnvel taka til eftir gamlárskvöldspartýið og fína matinn.
En í staðinn fór hún að blogga og lifði hamingjusöm til æviloka.