(Í þessari færslu hef ég ákveðið að prófa bloggstílinn að tala um sjálfa mig í þriðju persónu)
Jæja, kjellíngin bara orðin svakaleg! Búin að kaupa sér líkamsræktarkort í húsunum kenndum við þrek, bað og sport... og búin að fara alveg tvisvar síðan hún keypti kortið! Fimmtudaginn síðasta lét hún plata sig í MRL tíma (Magi Rass og Læri!) hjá einhverri svaka bandarískri frauku og hélt hún (kjellíngin) að hún yrði ekki eldri, þvílíkar voru pyntingarnar... og ekki nóg með það heldur var hún líka að drepast í þrjá daga á eftir úr harðsperrum í maga, rassi og lærum en það gerir mann nokkuð heftan hreyfingarlega séð... Kjellíngin gefst þó ekki upp og hyggst mæta hress og kát í annan slíkan tíma á morgun... nei andskotinn, þetta þriðju persónu dæmi er alltof plebbalegt, þetta get ég ekki...
Annars varð ég vitni að alveg ofboðslega ljótum fatnaði í þessum tíma. Hver hefur eiginlega troðið þeirri vitleysu í hausinn á miðaldra konum að það sé kúl að vera í sundbol og stuttum hjólabuxum í leikfimi... og toppa svo vitleysuna af með hnésíðum kvennahlaupsbol?
Á leiðinni heim sá ég svo staðfestingu þess að ekki einungis miðaldra kvensur þjást af ,,ósmekklegu-íþróttafata-syndróminu" en á Lækjartorgi sá ég einmitt á að giska 13 ára stúlkukind í rauðum joggingbuxum og á rassinn var skrifað stórum stöfum: "FOXY".
'Scuse me honey, but it ain't.
Uppáhaldsþátturinn minn þessa dagana: America's Next Top Model!
Þessar gellur eru svo heimskar og bitchy að það er ekkert smá... og svo hlakka ég líka geðveikt til að sjá Hilton-systra þáttinn, að ég tali nú ekki um Survivor Allstars! Aftur á móti gæti ég ekki mögulega horft á enn einn ,,gellur að gera ríkan gaur skotinn í sér" þátt (ath. : trikkið er að sofa hjá gaurnum á næstsíðasta stefnumóti!), hvað þá Temptation Island eða Paradise Hotel. Aftur á móti hef ég alltaf haft lúmskt gaman af drukknu Bretunum í "Uncovered" þáttunum. Já, heimur drasl-raunveruleikasjónvarpsins er margslunginn...
Held ég verði núna dugleg og plani tvær tilraunir í efnagreiningu... eftir að skoða smá blogg.
<< Home