Hljómsveitir sem ég hef iðulega ruglað saman og fundist vera ein og sama hljómsveitin
Chemical Brothers og Propellerheads
Travis og Coldplay
U2 og R.E.M.
Garbage og No Doubt
Tori Amos og Alanis Morrisette (OK, reyndar söngkonur)
Strokes, Leaves, Kills, YeahYeahYeahs, Hives, Funerals og allar hinar sem eru með alveg eins nöfn (veit varla hverjir eru íslenskir og hverjir ekki. Þess má til gamans geta að Muse var í þessum hóp en svo byrjaði ég að hlusta á þá.)
Allar þessar íslensku rappsveitir: Forgotten Lores, Bæjarins beztu, Afkvæmi Guðanna, Skytturnar, Móri, Steinbítur... (að ég tali nú ekki um þessa erlendu, Nelly, 50 cent, Nerd... the list is endless).
Ég verð þó að segja mér til varnar að ég rugla þessum hljómsveitum bara saman ÁÐUR en ég fer að hlusta á þær, t.d. myndi ég nú aldrei rugla saman U2 og R.E.M. í dag, hvað þá Travis og Coldplay... en þegar maður þekkir bara nafnið á hljómsveitinni og hefur grófa hugmynd um hvernig tónlist þeir spila þá er þetta allt sami grauturinn... allavega í mínum heilagraut.
Já og svo að lokum: ég man nú aldrei hver er í þessari Ókind og hver er í Isidor, mælist til þess að þeir sameinist og stofni Isikind eða Ókindador til að einfalda málin.
<< Home