mánudagur, júní 26, 2006

Ég var að fatta að Madonna er eldri en pabbi minn.

Annars er ég bara ennþá lasin og almennt óhress með það.
Curb Your Enthusiasm, 24 og Desperate Housewives eru þó að gera góða hluti í stöðunni.

föstudagur, júní 23, 2006

Hálsbólga og eyrnaverkur, stíflað nef og þungur haus, hrollur sem fer ekki þrátt fyrir flíspeysu og teppi...
Stofuborðið fyrir framan mig: Strepsils, nefsprey, fullur ketill af lakkrísrótartei, kanínubolli, snýtubréf. Skeið sem ég notaði til að borða ís áðan.
Léleg rómantísk bíómynd rúllandi í sjónvarpinu.
Sumar og sól úti.

Huff.