föstudagur, júní 23, 2006

Hálsbólga og eyrnaverkur, stíflað nef og þungur haus, hrollur sem fer ekki þrátt fyrir flíspeysu og teppi...
Stofuborðið fyrir framan mig: Strepsils, nefsprey, fullur ketill af lakkrísrótartei, kanínubolli, snýtubréf. Skeið sem ég notaði til að borða ís áðan.
Léleg rómantísk bíómynd rúllandi í sjónvarpinu.
Sumar og sól úti.

Huff.