þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Keypti fyrstu jólagjöfina í dag... og það er ekki einu sinni kominn desember! Hlýt að vera orðin smituð af öllum jólaáróðrinum. Eða búin að óverdósa á jólaöli. Reyndar er ekkert svo óskynsamlegt að fara að pæla aðeins í þessu þar sem meginpartur desember fer í eitthvað prófavesin og rugl og ég þarf að kaupa margar gjafir.
Lendi reyndar alltaf í "verð að finna fullkomnu gjöfina sem manneskjan mun elska" hugarástandinu svo ég á voða erfitt með að ákveða mig fyrr en ég er búin að fara í allar búðir Reykjavíkur, Selfoss og nærliggjandi uppsveita. Jamm, er oft voða óákveðin.

Prófataflan mín er sæt og fín, fer í 4 próf og er búin 18. desember sem er nú tiltölulega snemmt miðað við Háskólann. Býst heldur ekki við því að þetta verði neitt svakalegt stress, er búin að læra ágætlega yfir önnina... nema í sögu. I need to pull an örverufræði on that one (= frumlesa skrilljón þúsund blaðsíður á tveimur dögum fyrir prófið og fá 7, sem maður á í rauninni ekki skilið því maður lærði ekkert alla önnina í faginu).

Smá japönskukennsla: vissuð þið að í japönsku eru til ótal mismunandi "teljarar" fyrir mismunandi hluti? Það er alls ekki sama hvort þú ert að telja blýanta, bíla, manneskjur eða dýr. Ónei.
Talan 6 er roku á japönsku, þ.e.a.s. ef maður er bara að telja t.d. frá 1 og upp í 10 án þess að tiltaka hvað maður er að telja. Í japönsku kemur nafnorðið fyrst, svo greinirinn o og lokst teljarinn.
6 flatir þunnir hlutir, t.d. frímerki, eru talin svona: kitte o rokumai
Manneskjur, t.d. nemendur: gakkusei o rokunin
Stórar vélar, s.s bílar: kuruma o rokudai
Innbundnir hlutir, t.d bækur: hon o rokusatsu
Litlir hlutir, t.d. epli: ringo o rokko
Langir mjóir hlutir, t.d. regnhlífar: kasa o roppon
Lítil dýr, t.d. hundar: inu o roppiki

Þetta er einungis örlítill hluti þeirra teljara sem til eru, til gamans má geta að húsdýr og fílar hafa sér teljara og líka fuglar og kanínur. Kanínur hafa sama teljara og fuglar af því að kanínur hafa löng eyru sem eru eins og vængir á fuglum! Einnig telst filma ekki vera ,,lítill hlutur" heldur langur og mjór hlutur því það er hægt að draga hana út.


Jæja, það sér hvert mannsbarn að ég er ekki að standa mig í þessu ploggi en ég er samt ekkert komin að því að gefa upp öndina. Nú tekur náttúrulega við prófalestur og þá freistast maður einmitt gjarnan til að blogga til að fresta lærdómnum. Ef það skyldi ekki gerast þá langar mig til að benda ykkur á stórskemmtilega síðu hjá Japananum Takashi en hann er í HÍ að læra íslensku. Þetta er svona myndablogg þar sem hann setur inn myndir og setur með stutta skemmtilega texta, oft gaman að lesa hvað honum finnst um Ísland og íbúa þess. Þarna má m.a. finna myndir úr tveimur japönskunemapartýum sem voru haldin hérna á Vesturgötunni. Nokkrar myndir sem mér fannst sérstaklega skemmtilegar:

Hvaða kvikindi eru þetta?
Mikill hestar
Pípinn og Mika, Pípinn og Takashi
Sveinn-San fynny guy
Raggi DJ-San og Loftur Kuuki-San
Keli Yakuza
Sveinn-san Yakuza boss
Toni lífvörður

úff, alveg að missa mig í þessum myndum... en allavega, ágætis afþreying svona í prófalestrinum að skoða þetta myndablogg, helst alveg frá byrjun... þetta er bráðskemmtilegt!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Öss!

Tíminn flýgur aldrei jafn hratt og þegar maður er latur að blogga, hefði getað svarið að ég bloggaði seinast í fyrradag. Gerði reyndar heiðarlega tilraun til að blogga fyrir nokkrum dögum síðan en bloggerfokkerinn sveik mig svo mín fór í fýlu og nennti ekki að púkka uppá þetta helvíti.

Gott við japönsku: kennarinn leggur fyrir okkur nemendurna óteljandi quiz í hverri viku sem maður fær einkunn fyrir, þannig að maður verður að drullast til að læra. Þannig mun prófaundirbúningur allur verða léttari og mun einkennast af upprifjun frekar en að opna bókina í fyrsta sinn 4 dögum fyrir próf og já... drukkna í eigin skít.
Slæmt við japönsku: klukkið er orðið margt og ég er að fara í orðaforðapróf á morgun og þessi blessuðu orð ætla bara ekki að festast í hausnum á mér.
Iya = ósmekklegur, ógeðfelldur
Kitanai = skítugur, óhreinn
Fuben = óþægilegur
Furui = gamall
Tsumaranai = leiðinlegur, óáhugaverður
Muzukashii = erfiður
Oishii tabemono = ljúffengur matur!
+ ca. grilljón önnur orð.... þetter nú meira ruglið, held mér væri nær að fara að vinna í fiski eða eitthvað...

Slúðrið: Nýjustu fregnir herma að Áslaug Torfadóttir sé komin til Íslands. Stórstjarnan sást síðast rappa í nýja Igore-myndbandinu við lagið "Sumarsykur" og svo sat blaðamaður á Prikinu um daginn og taldi sig sjá Áslaugu koma út af kaffihúsinu Sólon með miklum látum. Telja þó fróðir menn að hér sé líklega um afar færan eftirhermulistamann að ræða.