mánudagur, nóvember 08, 2004

Öss!

Tíminn flýgur aldrei jafn hratt og þegar maður er latur að blogga, hefði getað svarið að ég bloggaði seinast í fyrradag. Gerði reyndar heiðarlega tilraun til að blogga fyrir nokkrum dögum síðan en bloggerfokkerinn sveik mig svo mín fór í fýlu og nennti ekki að púkka uppá þetta helvíti.

Gott við japönsku: kennarinn leggur fyrir okkur nemendurna óteljandi quiz í hverri viku sem maður fær einkunn fyrir, þannig að maður verður að drullast til að læra. Þannig mun prófaundirbúningur allur verða léttari og mun einkennast af upprifjun frekar en að opna bókina í fyrsta sinn 4 dögum fyrir próf og já... drukkna í eigin skít.
Slæmt við japönsku: klukkið er orðið margt og ég er að fara í orðaforðapróf á morgun og þessi blessuðu orð ætla bara ekki að festast í hausnum á mér.
Iya = ósmekklegur, ógeðfelldur
Kitanai = skítugur, óhreinn
Fuben = óþægilegur
Furui = gamall
Tsumaranai = leiðinlegur, óáhugaverður
Muzukashii = erfiður
Oishii tabemono = ljúffengur matur!
+ ca. grilljón önnur orð.... þetter nú meira ruglið, held mér væri nær að fara að vinna í fiski eða eitthvað...

Slúðrið: Nýjustu fregnir herma að Áslaug Torfadóttir sé komin til Íslands. Stórstjarnan sást síðast rappa í nýja Igore-myndbandinu við lagið "Sumarsykur" og svo sat blaðamaður á Prikinu um daginn og taldi sig sjá Áslaugu koma út af kaffihúsinu Sólon með miklum látum. Telja þó fróðir menn að hér sé líklega um afar færan eftirhermulistamann að ræða.