miðvikudagur, mars 31, 2004

hehe, nýji lífeðlisfræðikennarinn okkar er alveg eins og Mr. Big...

þriðjudagur, mars 30, 2004

Topp tíu listi yfir það sem maður vill ekki sjá í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar

10. Stóran og illa lyktandi ruslahaug
9. Mannýgan bola
8. Róna sem er búinn að pissa á sig (sá það reyndar í Kringlunni um daginn)
7. Hundaskít, á gólfinu og gosbrunninum
8. Völu Matt að baða sig í gosbrunninum
7. Lúðrasveit
6. Gísla Martein
5. Stóran hóp af x-Verzlingum, þ.e.a.s. viðskiptafræðinemum
4. Leoncie bera að ofan að dansa
3. Mannaskít
2. George Bush jr.
1. Hóp af 15 ára guttum að reykja!

Nr. 1 sá ég í dag og það er engin lygi... og það var kl. átta að kvöldi! Eiga þessi börn ekki að vera farin heim að sofa eða eitthvað?
Fussumsvei...

föstudagur, mars 26, 2004

Það væri nú ekki amalegt að láta smyrja svona nesti oní sig...

Annars hef ég eftir áreiðanlegum heimildum að ég sé eina manneskjan í heiminum sem er ekki að fara í vísindaferð í kvöld.
Sveiattan.
En jæja, ég fer þá bara á Morfís úrslitin í staðinn...

mánudagur, mars 22, 2004

Fúll á móti

Góður vinur okkar Atla sagði um daginn að sambandi okkar Atla væri mjög vel lýst með kvikmyndinni Grumpy old men... ég er ekki frá því að þetta sé satt!
Alveg sé ég fyrir mér eftir 60 ár þegar Atli verður höktandi á eftir mér í göngugrindinni röflandi: ,,Heimska Elín!" og ,,Vonda Elín!"
Pfff... þá neita ég bara að skipta á honum í staðinn...

laugardagur, mars 20, 2004

Jæja, alveg dottin í quiz-ruglið í staðinn fyrir lærdóm. Er búin að skapa The Most Important Quiz In The World (TMIQITW) : The Elín kviss!
Takið það! Og alveg bannað að svindla...

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

föstudagur, mars 19, 2004

Skrítinn skóladagur í barnalandi

Í fyrsta lagi: ég mætti kl 8 í skólann!
Í öðru lagi: Hinar E og G gellurnar mættu ekki í skólann!
Í þriðja lagi var svo efnagreiningarfyrirlestur uppi í Valsheimili og tíminn hófst á því að SNÓ tók upp gemsann sinn og hringdi í einhverja vesalings konu og húðskammaði hana fyrir hvað aðstaðan var lásí þarna og leyfði öllum bekknum að hlusta. Svo fengum við fullt af kleinum og vorum að spá í hvernig væri að drekka bjór með en SNÓ lýsti því yfir að rauðvín myndi passa miklu betur með kleinum.
Eftir þetta fórum við svo uppí Læknagarð og gerðum tilraun á rottulegi..... já, líf lyfjafræðinemans er ævintýralegt.

En að öðru: hingað til hefur mér fundist barnaland.is soldið kjánalegt og væmið, aðallega þegar foreldrarnir skrifa eins og ófædda eða nýfædda barnið þeirra sé að skrifa (,,og mamma mín er rosa sæt en samt þreytt og illt í bakinu en pabbi minn er stór og sterkur" o.s.frv.)... En núna var ég að komast að því að lítil nýfædd frænka mín er einmitt með síðu og mér finnst bara voða gaman að skoða hana.... hún stefnir í að verða svaka homegirl, yo wazzap!

En nú er helgin byrjuð og inniheldur skv. traustum heimildum pizzu, matarboð og bjór... hljómar ekki illa.
Reyndar getur fátt hljómað illa eftir tilraun á rottulegi...

mánudagur, mars 15, 2004

Jiminn...

...það eru meira að segja komin drög að stundaskrá.... ah, þvílík sæla..
Fór einmitt á háskólakynninguna í dag, tjekkaði á japönskunni ( 'pönskunni?) og leist vel á og spurði LÍN-fólk hvernig staðan væri með 5 ára regluna, og viti menn: það gilda öðruvísi reglur fyrir lengra nám, eins og lyfjafræði og læknisfræði, um leið og maður er kominn á 4. ár er í raun litið á þetta eins og maður sé í framhaldsnámi (eins og master) og þá hefur maður 10 ár í viðbót til að fá lán... úff, vona þó að ég muni ekki fara í svo langt nám, lítið gaman að greiða þá súpu upp!

En voðalega er fólk slappt við getraunina mína hérna í síðustu færslu... hér koma fleiri vísbendingar:
Í myndinni gerast spurningarnar í game-show í sjónvarpi, spyrill er að spyrja kall og konu, og næsta spurning sem hann spyr er:
-Is he guilty or not guilty?
Konan svarar: He's our son...

Og já, rétt til getið, ég er einmitt andvaka akkúrat núna en rétt í þessu var að svífa yfir mig dulítill svefnhöfgi. Vonandi næ ég að leggjast inn í rúm og blóðmjólka höfgann þann í u.þ.b. 4 og hálfan tíma eða þangað til ég á að vakna.

Takk fyrir þetta næturspjall og góðar stundir.

laugardagur, mars 13, 2004

Úr hvaða bíómynd?

-Question number one: the human immunodeficiency virus is a - what?
-Retrovirus?
-Retrovirus is the right answer. Question number two: HIV binds to which receptor on the host lymphocyte? Which receptor?
-CD 4.
-CD 4 receptor is the right answer.

Datt bara í hug að skella þessari smágetraun inn í tilefni þess að ég er einmitt að lesa um þetta sama núna í örverufræði. T-even coliphage eru creepy!

föstudagur, mars 12, 2004

Hahaha... eða vá...

Who will give you an orgasm? by leslie13
Name
Age
Virgin?
So, who will make you moan?Jim Morrison...lucky bitch.
How?Manually.
Will it be good?It'll be fucking amazing!
Created with quill18's MemeGen 3.0!

Úff... þungar pælingar um framtíðina fara ekki vel í magann rétt fyrir svefn.
Vont að geta ekki sofnað fyrir heilabrotum. Best að puðra þeim út úr sér og gá hvort það hjálpi.

Ég er búin að vera í þó nokkurn tíma í þeim pælingum að taka mér smá pásu frá lyfjafræðinni. Skrýtið, ég finn alveg að ég hef áhuga á þessu námi og langar að ljúka því... en finnst ég bara ekki vera alveg tilbúin í það strax. Er alltaf eitthvað svo eirðarlaus, finnst erfitt að einbeita mér og bara einhvern veginn kem aldrei neinu í verk, námslega séð.
Er að sjá það núna að það hefði verið sniðugt hjá mér að taka mér árs frí frá skóla eftir stúdentsprófið þó að mér fyndist það ekki á þeim tíma. Ég meina, er núna búin að vera í skóla nonstop í 15 ár og þar af síðustu 5 ár í öllum þessum stærðfræði-eðlisfræði-efnafræði-pakka... er það skrýtið að vera komin með gubbið upp í háls?
Hef þó átt erfitt með að ímynda mér hvað ég ætti nákvæmlega að fara að gera ef ég tæki mér t.d. árs frí. Best af öllu væri að fá góða og skemmtilega vinnu... en hvert er svosem framboðið á henni?
Önnur hugmynd væri kannski að kíkja til útlanda, kannski sem aupair, sjálfboðaliðastörf eða fara í tungumálaskóla, veit sem ekkert hvort mig langar virkilega til að gera eitthvað af þessu.
Svo var að koma fram þriðja hugmyndin í kvöld, ákveðið nám við HÍ (ætla ekki að upplýsa hvað það er að svo stöddu :) sem er reyndar bara kennt sem aukagrein (30 einingar = 1 vetur) sem mér finnst hljóma virkilega spennandi og skemmtilegt (gæti líka alveg verið praktískt), algjört breik frá raunvísindapakkanum og ekki það krefjandi svo að ég gæti unnið með skóla! Líst mjög vel á þetta... en fattaði svo að LÍN veitir einungis lán til 5 ára samfellds náms í senn en með þessu væri ég 6 ár í HÍ... ætli ég gæti unnið nóg með skólanum næsta vetur til að skrimta sæmilega?

Á móti kemur að það væri voðalega leiðinlegt að komast ári á eftir öllum þessum frábæru stelpum, mér myndi finnast ég vera soldill aumingi. En ég meina, ég hef aldrei leyft mér að vera aumingi í námi áður! En mér finnst bara eins og ég megi það ekki... einhver dúxa-meinloka í gangi hérna.
Verst af öllu finnst mér samt að þessa erfiðu ákvörðun þarf ég að taka fyrir 26. mars, því þá lýkur innritun fyrir næsta skólaár.
What's a girl to do?

Tek það samt fram að ég ætla að sjálfsögðu að klára þessa önn með lybbagellunum mínum, annars væri ég nú bara klikkuð...

miðvikudagur, mars 10, 2004

angela davis
You are Angela Davis! You were the THIRD WOMYN IN
HISTORY to appear on the FBI's Most Wanted
List. You are a communinist, black power-lovin'
lady who shook up the United States when you
refused to lie down quietly to oppression. You
WENT TO JAIL! Wow. You kick so much more ass
than Foxxy Brown.


Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla


Ég er ansi hörð sko... annars er frekar slappt af mér að blogga ekki í viku og koma svo til baka með eitt netquiz en það er nú soldið gaman að þeim stundum...
Annars hefur margt gerst, bæði skemmtilegt (árshátíð, hressir Ameríkanar í spring break) og leiðinlegt ( .... ) en ég nenni nú barasta ekki að skrifa meira akkúrat núna.


þriðjudagur, mars 02, 2004

Hvað er málið með kommentaleysi síðustu færslna? Lesendurnir ekki alveg að standa sig. Verið óhrædd við að segja það sem ykkur býr í brjósti, það hlær enginn (mikið) að ykkur.

Mér finnst rosalega fullorðinslegt að fara með föt í hreinsun.
Ég er einmitt að fara með buxnadragtina mína í hreinsun á eftir.
Buxnadragtir eru líka mjög fullorðinslegar.
Ég hlýt þá að vera orðin fullorðin.
Svo er ég líka farin að slappast á djamminu.
Ég held ég sé barasta að verða gömul.... sorgleg niðurstaða þegar maður er ekki einu sinni orðin tuttuguogeins....

Ástæðan fyrir því að ég er loksins að drífa mig með dragtina í hreinsun (þetta er stúdentsútskriftardragtin mín og er skítug síðan þá!) er sú að það er árshátíð lyfjafræðinema á föstudaginn!
Á engan flottan kjól svo planið er að vera í buxunum og fína fína bolnum sem Þura gaf mér (eða OK, sem var of stór á Þuru svo ég mátti fá hann).
En hvað haldiði nú að bolurinn fíni fíni hafi kostað?

a) 20 kr
b) 200 kr
c) 2000 kr
d) 20000 kr
e) 200000 kr

Æsispennandi getraun alveg hreint, úúú, ætla að gera hana ennþá meira spennandi:
Hvernig er bolurinn á litinn?

a) dökkgrænn
b) ljósgrænn
c) blágrænn
d) skærgrænn
e) rauður

Sá sem getur bæði verð og lit rétt fær að launum mynd af mér í bolnum góða!