þriðjudagur, mars 30, 2004

Topp tíu listi yfir það sem maður vill ekki sjá í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar

10. Stóran og illa lyktandi ruslahaug
9. Mannýgan bola
8. Róna sem er búinn að pissa á sig (sá það reyndar í Kringlunni um daginn)
7. Hundaskít, á gólfinu og gosbrunninum
8. Völu Matt að baða sig í gosbrunninum
7. Lúðrasveit
6. Gísla Martein
5. Stóran hóp af x-Verzlingum, þ.e.a.s. viðskiptafræðinemum
4. Leoncie bera að ofan að dansa
3. Mannaskít
2. George Bush jr.
1. Hóp af 15 ára guttum að reykja!

Nr. 1 sá ég í dag og það er engin lygi... og það var kl. átta að kvöldi! Eiga þessi börn ekki að vera farin heim að sofa eða eitthvað?
Fussumsvei...