Úff... þungar pælingar um framtíðina fara ekki vel í magann rétt fyrir svefn.
Vont að geta ekki sofnað fyrir heilabrotum. Best að puðra þeim út úr sér og gá hvort það hjálpi.
Ég er búin að vera í þó nokkurn tíma í þeim pælingum að taka mér smá pásu frá lyfjafræðinni. Skrýtið, ég finn alveg að ég hef áhuga á þessu námi og langar að ljúka því... en finnst ég bara ekki vera alveg tilbúin í það strax. Er alltaf eitthvað svo eirðarlaus, finnst erfitt að einbeita mér og bara einhvern veginn kem aldrei neinu í verk, námslega séð.
Er að sjá það núna að það hefði verið sniðugt hjá mér að taka mér árs frí frá skóla eftir stúdentsprófið þó að mér fyndist það ekki á þeim tíma. Ég meina, er núna búin að vera í skóla nonstop í 15 ár og þar af síðustu 5 ár í öllum þessum stærðfræði-eðlisfræði-efnafræði-pakka... er það skrýtið að vera komin með gubbið upp í háls?
Hef þó átt erfitt með að ímynda mér hvað ég ætti nákvæmlega að fara að gera ef ég tæki mér t.d. árs frí. Best af öllu væri að fá góða og skemmtilega vinnu... en hvert er svosem framboðið á henni?
Önnur hugmynd væri kannski að kíkja til útlanda, kannski sem aupair, sjálfboðaliðastörf eða fara í tungumálaskóla, veit sem ekkert hvort mig langar virkilega til að gera eitthvað af þessu.
Svo var að koma fram þriðja hugmyndin í kvöld, ákveðið nám við HÍ (ætla ekki að upplýsa hvað það er að svo stöddu :) sem er reyndar bara kennt sem aukagrein (30 einingar = 1 vetur) sem mér finnst hljóma virkilega spennandi og skemmtilegt (gæti líka alveg verið praktískt), algjört breik frá raunvísindapakkanum og ekki það krefjandi svo að ég gæti unnið með skóla! Líst mjög vel á þetta... en fattaði svo að LÍN veitir einungis lán til 5 ára samfellds náms í senn en með þessu væri ég 6 ár í HÍ... ætli ég gæti unnið nóg með skólanum næsta vetur til að skrimta sæmilega?
Á móti kemur að það væri voðalega leiðinlegt að komast ári á eftir öllum þessum frábæru stelpum, mér myndi finnast ég vera soldill aumingi. En ég meina, ég hef aldrei leyft mér að vera aumingi í námi áður! En mér finnst bara eins og ég megi það ekki... einhver dúxa-meinloka í gangi hérna.
Verst af öllu finnst mér samt að þessa erfiðu ákvörðun þarf ég að taka fyrir 26. mars, því þá lýkur innritun fyrir næsta skólaár.
What's a girl to do?
Tek það samt fram að ég ætla að sjálfsögðu að klára þessa önn með lybbagellunum mínum, annars væri ég nú bara klikkuð...
<< Home