þriðjudagur, mars 02, 2004

Hvað er málið með kommentaleysi síðustu færslna? Lesendurnir ekki alveg að standa sig. Verið óhrædd við að segja það sem ykkur býr í brjósti, það hlær enginn (mikið) að ykkur.

Mér finnst rosalega fullorðinslegt að fara með föt í hreinsun.
Ég er einmitt að fara með buxnadragtina mína í hreinsun á eftir.
Buxnadragtir eru líka mjög fullorðinslegar.
Ég hlýt þá að vera orðin fullorðin.
Svo er ég líka farin að slappast á djamminu.
Ég held ég sé barasta að verða gömul.... sorgleg niðurstaða þegar maður er ekki einu sinni orðin tuttuguogeins....

Ástæðan fyrir því að ég er loksins að drífa mig með dragtina í hreinsun (þetta er stúdentsútskriftardragtin mín og er skítug síðan þá!) er sú að það er árshátíð lyfjafræðinema á föstudaginn!
Á engan flottan kjól svo planið er að vera í buxunum og fína fína bolnum sem Þura gaf mér (eða OK, sem var of stór á Þuru svo ég mátti fá hann).
En hvað haldiði nú að bolurinn fíni fíni hafi kostað?

a) 20 kr
b) 200 kr
c) 2000 kr
d) 20000 kr
e) 200000 kr

Æsispennandi getraun alveg hreint, úúú, ætla að gera hana ennþá meira spennandi:
Hvernig er bolurinn á litinn?

a) dökkgrænn
b) ljósgrænn
c) blágrænn
d) skærgrænn
e) rauður

Sá sem getur bæði verð og lit rétt fær að launum mynd af mér í bolnum góða!