Jiminn...
...það eru meira að segja komin drög að stundaskrá.... ah, þvílík sæla..
Fór einmitt á háskólakynninguna í dag, tjekkaði á japönskunni ( 'pönskunni?) og leist vel á og spurði LÍN-fólk hvernig staðan væri með 5 ára regluna, og viti menn: það gilda öðruvísi reglur fyrir lengra nám, eins og lyfjafræði og læknisfræði, um leið og maður er kominn á 4. ár er í raun litið á þetta eins og maður sé í framhaldsnámi (eins og master) og þá hefur maður 10 ár í viðbót til að fá lán... úff, vona þó að ég muni ekki fara í svo langt nám, lítið gaman að greiða þá súpu upp!
En voðalega er fólk slappt við getraunina mína hérna í síðustu færslu... hér koma fleiri vísbendingar:
Í myndinni gerast spurningarnar í game-show í sjónvarpi, spyrill er að spyrja kall og konu, og næsta spurning sem hann spyr er:
-Is he guilty or not guilty?
Konan svarar: He's our son...
Og já, rétt til getið, ég er einmitt andvaka akkúrat núna en rétt í þessu var að svífa yfir mig dulítill svefnhöfgi. Vonandi næ ég að leggjast inn í rúm og blóðmjólka höfgann þann í u.þ.b. 4 og hálfan tíma eða þangað til ég á að vakna.
Takk fyrir þetta næturspjall og góðar stundir.
<< Home