föstudagur, maí 20, 2005

Oj hvað ég er ekki sátt við að afbökuð útgáfa af High and Dry með Radiohead hljómi núna þessa dagana í auglýsingu fyrir Sandgerðisbæ! Hversu desperat er það líka að auglýsa bæjarfélagið sitt svona? ,,Sko þetta er í alvörunni frábær staður, komið og búið hér, það vantar fólk því allir eru að flytja burt..." Bööö.

Mér finnst líka eitt það hallærislegasta í heimi að taka þekkt lög og afmynda þau rétt svo að ekki sé um sama lag að ræða eins og t.d. er gert í auglýsingum fyrir Bláa lónið þar sem Funny break m. Orbital er afskræmt... sérstaklega sárt ef manni þykir lagið gott. Þetta ku víst vera löglegt (skv. bréfaskriftum Atla til Mána Svavars) en mér finnst þetta afskaplega siðlaust.

Er í fríi í dag og reyndar alla helgina, ljúft...

miðvikudagur, maí 18, 2005

Nú er súmar, gleðjist gúmar

Öllum mínum skyldum við japönskuna er lokið og ég á bara eftir að fá eina einkunn og er afskaplega sátt við þær sem komnar eru... þannig að núna er það bara vinnivinn og afslappelsi þess á milli. Er alveg sátt við það.
Er búin að kíkja niður í bæ núna 2 daga í röð eftir vinnu og sleikja sólina og lepja öl í góðum gír, alveg yndislegt bara. Er komin með fullt af sætum freknum í kinnarnar.

Tók eftir því áðan í 35 mínútna hjólatúrnum mínum heim að það eru trampólín í öðrum hverjum garði. Mig langar að prófa trampólíííín!

Stutt saga úr minni spennandi vinnu:
Maður nokkur kom og keypti hjá mér bjór. Á eftir honum kom annar maður, mikill á velli og benti á bjórinn og rétti upp 3 putta. Ég lét hann fá 3 bjóra og þá sagði hann: ,,bræs! bræs!" og var semsagt að spyrja um verðið.
,,Vonn þásend fæv höndred" me says.
Hann botnaði ekkert í því og endaði á því að bulla heilmikið og benda á sjálfan sig og segja ,,rússkí! rússkí!"
Hann skildi s.s. ekki orð í ensku og ég þurfti að skrifa verðið á miða og sýna honum. Þá dró hann upp þykkt seðlabúnt og rétti mér þrjá 500 kr seðla hvern á eftir öðrum, gífurlega hægt og með miklum vanþóknunarsvip og eins og hann treysti mér ekki baun.
The End

Þar sem ég er byrjuð í vinnunni hef ég orðið ansi góðan tíma til að eyða í bóklestur (í vinnunni þ.e., hehe). Er síðastliðna daga búin að klára The name of the rose (mjög góð en langar rökræður um trúmál verða þreytandi á köflum), Dauðans óvissa tíma (spennandi og nokkuð fyndin, skemmtilega skrifuð), Kleifarvatn (ein af slöppustu bókum Arnaldar, nákvæmlega ekkert spennandi) og Dýragarðsbörnin (las hana rosa oft þegar ég var lítil, hrein nostalgía bara og mjög góð).
Svo er ég byrjuð að lesa Felidae e. Akif Pirincci í skrilljónasta skiptið (sama og með Dýragarðsbörnin, bara... klikkuð bók, mjög spes) og síðast en ekki síst, daddara: Jonathan Strange & Mr Norrell! Keypti hana eftir að hafa lesið mjög góðan dóm um hana, byrjaði loksins á henni í gærkvöldi og vá, varð ekki fyrir vonbrigðum og er bara alveg orðlaus. Hef á tilfinningunni að þetta sé svona bók sem maður vill treina sér lengi lengi því maður vill ekki að hún klárist.

Örstutt spennusaga úr lífi Elínar:
skyldi ég ná að fara í sturtu áður en Þura kemur í heimsókn til mín að horfa á lokaþáttinn af ANTM?

ElínElín, í sumargalsa

föstudagur, maí 13, 2005

Ég er algjör sökker fyrir góðri kvikmyndatónlist sem lætur mig fá hroll niður eftir hryggsúlunni... hérna eru nokkur dæmi um lög/þemu sem ég hreinlega fæ ekki nóg af:

úr The Ninth Gate
úr A Beautiful Mind
úr Edward Scissorhands
léttur Amelie vals
Playground Love m. Air, úr Virgin Suicides
(innanlands dl alltsaman)

Hmm, þegar betur er að gáð er ég greinilega sökker fyrir strengjum, bassa og dramatík.... but who isn't?

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ég hvet alla til að taka sér smá hlé frá skólabókunum og skoða þetta.

Þetta er frásögn og myndir (á 27 litlum síðum) mótorhjólagellunnar Elenu sem fór og tók myndir í Chernobyl og nágrenni, m.a. af draugaborg nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu þar sem áður bjuggu 48.000 manns en stendur nú auð og er einn eitraðasti staður á jörðinni.
Alltaf gaman að rekast á eitthvað á netinu sem er í raun og veru stórmerkilegt og fræðandi en ekki bara hrein afþreying og djók...

Inaka ni imasu. Kanji o benkyooshite shigotoshite imasu. II desu nee.
(er í sveitinni að læra kanji og vinna, það er æði...)

Að lokum langar mig til að segja ykkur að ef ég væri bar þá héti ég BarBarElla. Þakkir fær Þura fyrir þessar skemmtilegu pælingar...