Oj hvað ég er ekki sátt við að afbökuð útgáfa af High and Dry með Radiohead hljómi núna þessa dagana í auglýsingu fyrir Sandgerðisbæ! Hversu desperat er það líka að auglýsa bæjarfélagið sitt svona? ,,Sko þetta er í alvörunni frábær staður, komið og búið hér, það vantar fólk því allir eru að flytja burt..." Bööö.
Mér finnst líka eitt það hallærislegasta í heimi að taka þekkt lög og afmynda þau rétt svo að ekki sé um sama lag að ræða eins og t.d. er gert í auglýsingum fyrir Bláa lónið þar sem Funny break m. Orbital er afskræmt... sérstaklega sárt ef manni þykir lagið gott. Þetta ku víst vera löglegt (skv. bréfaskriftum Atla til Mána Svavars) en mér finnst þetta afskaplega siðlaust.
Er í fríi í dag og reyndar alla helgina, ljúft...
<< Home