miðvikudagur, maí 18, 2005

Nú er súmar, gleðjist gúmar

Öllum mínum skyldum við japönskuna er lokið og ég á bara eftir að fá eina einkunn og er afskaplega sátt við þær sem komnar eru... þannig að núna er það bara vinnivinn og afslappelsi þess á milli. Er alveg sátt við það.
Er búin að kíkja niður í bæ núna 2 daga í röð eftir vinnu og sleikja sólina og lepja öl í góðum gír, alveg yndislegt bara. Er komin með fullt af sætum freknum í kinnarnar.

Tók eftir því áðan í 35 mínútna hjólatúrnum mínum heim að það eru trampólín í öðrum hverjum garði. Mig langar að prófa trampólíííín!

Stutt saga úr minni spennandi vinnu:
Maður nokkur kom og keypti hjá mér bjór. Á eftir honum kom annar maður, mikill á velli og benti á bjórinn og rétti upp 3 putta. Ég lét hann fá 3 bjóra og þá sagði hann: ,,bræs! bræs!" og var semsagt að spyrja um verðið.
,,Vonn þásend fæv höndred" me says.
Hann botnaði ekkert í því og endaði á því að bulla heilmikið og benda á sjálfan sig og segja ,,rússkí! rússkí!"
Hann skildi s.s. ekki orð í ensku og ég þurfti að skrifa verðið á miða og sýna honum. Þá dró hann upp þykkt seðlabúnt og rétti mér þrjá 500 kr seðla hvern á eftir öðrum, gífurlega hægt og með miklum vanþóknunarsvip og eins og hann treysti mér ekki baun.
The End

Þar sem ég er byrjuð í vinnunni hef ég orðið ansi góðan tíma til að eyða í bóklestur (í vinnunni þ.e., hehe). Er síðastliðna daga búin að klára The name of the rose (mjög góð en langar rökræður um trúmál verða þreytandi á köflum), Dauðans óvissa tíma (spennandi og nokkuð fyndin, skemmtilega skrifuð), Kleifarvatn (ein af slöppustu bókum Arnaldar, nákvæmlega ekkert spennandi) og Dýragarðsbörnin (las hana rosa oft þegar ég var lítil, hrein nostalgía bara og mjög góð).
Svo er ég byrjuð að lesa Felidae e. Akif Pirincci í skrilljónasta skiptið (sama og með Dýragarðsbörnin, bara... klikkuð bók, mjög spes) og síðast en ekki síst, daddara: Jonathan Strange & Mr Norrell! Keypti hana eftir að hafa lesið mjög góðan dóm um hana, byrjaði loksins á henni í gærkvöldi og vá, varð ekki fyrir vonbrigðum og er bara alveg orðlaus. Hef á tilfinningunni að þetta sé svona bók sem maður vill treina sér lengi lengi því maður vill ekki að hún klárist.

Örstutt spennusaga úr lífi Elínar:
skyldi ég ná að fara í sturtu áður en Þura kemur í heimsókn til mín að horfa á lokaþáttinn af ANTM?

ElínElín, í sumargalsa