þriðjudagur, maí 30, 2006

Well well well, allar einkunnir komnar í hús (meðaleinkunn: 8,25, er alveg sátt við það) og er byrjuð að vinna hjá Actavis. Skrýtið að venjast þessu 8-4 líferni, hef ekki verið í þannig vinnu síðan sumarið 2002! Ég er s.s. aðstoðarmanneskja á rannsóknarstofu og það er bara mjög spennandi og gaman, það er ekki alveg jafn gaman að keyra uppí Hafnarfjörð á hverjum degi en ég lifi það af þrátt fyrir að hafa varla keyrt neitt síðan ég fékk bílprófið...

Allar helgar í sumar eru að fyllast af plönum, næstu helgi er Guðbjört að fara að gifta sig (!) og er þar með fyrsta vinkona mín sem gerir eitthvað svoleiðis. Agalega fullorðins eitthvað.
Helgina eftir það er svo brúðkaup úti á landi hjá frændfólki Steinars, fyrstu helgina í júlí er humarhátíð og svo á víst að kíkja í einhverja útilegu líka. Ætla heldur ekki að missa af Belle & Sebastian & Emiliönu Torrini tónleikum í júlí... fjúff. Það er aldrei frí.

Guðbjört var gæsuð á afar dannaðan hátt á sunnudaginn. Henni var komið á óvart í sundi með jarðarberjum og belgísku konfekti, kanínueyrum og blómakransi. Svo var hún dregin út að borða og fékk dónalegan eftirrétt... og hélt að kvöldið væri búið. En nei, við brunuðum heim til hennar á undan henni og vorum áður búnar að skreyta íbúðina með blöðrum og kertum, kæla freyðivín og beilís og baka tippaköku (sem ég á heiðurinn af, hehe. Get vonandi sýnt myndir einhvern tímann) og þannig fékk hún surpræs partý þegar hún kom heim til sín. Frábær dagur.

Ég er svo þreytt að ég er engan veginn að ná að skrifa jafn skemmtilegt blogg og mig langar að gera. ,,Andinn" er greinilega farinn að sofa.
En þetta finnst mér ógeðslega fyndið.
Góða nótt.

fimmtudagur, maí 11, 2006

BÚIN! og gekk svona líka glimrandi vel í síðasta prófinu, greinilegt að Eirberg 201 er lukkustofan mín... Fór síðan niðrí bæ og hitti ektakvinnuna og fékk afmælisgjöf um mikinn fnyk.
Nú ætla ég að fagna sumri með því að leggja mig (svaf frá kl. 1-5 í nótt) og borða síðan góðan mat í kvöld, drekka rauðvín og slappa af, síðan er út að borða og djamm á morgun með lyfjafræðikrökkunum.
Cannizzaro, Robinson, Williamson, Hoffmann, Wolff-Kishner, Wittig, Claisen, Dieckmann, Michael, Curtius og fleiri góðum mönnum þakka ég samfylgdina í bili. Frekar vil ég lesa nærfatabækling Hagkaupa en eitthvað sem þessir kauðar tengjast....




Glæsilegt par, Cannizzaro og glyðran.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Dance the night away by karchan85
Name
What you Look like
The MusicRock
Quiz created with MemeGen!

laugardagur, maí 06, 2006

Í dag:

*fékk ég blóm
*fékk ég góðan hádegismat
*fékk ég vínarbrauð og kaffi í eftirrétt
*er sumar úti (næstum því)
*massaði ég eitt stykki lífefnafræðipróf
*er ég hálfnuð í prófum
*er ég gjörsamlega ekki að nenna að halda áfram að læra
*langar mig frekar mikið til að skella inn mynd af mér í prófabuxunum góðu (eldgamlar og ljótar joggingbuxur af karli föður mínum) og með prófahúfuna en þá þyrfti ég að hlaða myndavél og finna kapal og eitthvað vesen sem væri reyndar fyrirtaksafsökun fyrir því að fresta lærdóm og þetta er orðin svolítið löng setning svo um að gera að hafa hana aðeins lengri og svo búið.