miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Things to do in computer when not læring

Ég staulaðist fram úr rúminu í gærmorgun, með úfið hár, svefnþrútin augu, varaþurrk og svartar varir vegna rauðvínsdrykkju kvöldið áður og leit svo í spegilinn..... ég leit alveg eins út og Kirstie Alley!!!

Annars gerðist litla systir mín svo ósvífin að kitla mig....


7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Ferðast mikið, m.a. til Japan
2. Læra að vakna snemma
3. Eignast hús með bókasafnsherbergi
4. Eignast barnabörn
5. Ná að lyfta meiru en aumum 10 kg í brjóstpressu
6. Verða rík
7. Öðlast fullkomna hugarró

7 hlutir sem ég get gert:

1. Lært fyrir próf
2. Munað ótrúlegustu hluti
3. Bloggað
4. Skeint mér sjálf
5. Forritað í R
6. Sett upp eimingargræjur
7. ****** hee hee hee...

7 hlutir sem ég get ekki gert:

1. Farið í handahlaup
2. Vaknað snemma
3. Teiknað
4. Notað IE
5. Gengið í bleiku
6. Hætt að reyta af mér hárið
7. Borðað reglulega

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið

1. Húmorinn
2. Greind
3. Fallegar hendur og handleggir
4. Magi og bringa (með sportrönd og bringuhárum)
5. Augun
6. Rassinn
7. Tippi!

7 frægir karlmenn sem heilla mig

1. Johnny Depp (sem Jack Sparrow)
2. Ewan McGregor
3. Brad Pitt (í Fight Club og Snatch. Vá hvað Snatch er annars góð mynd, var að sjá hana aftur um daginn...)
4. Thom Yorke
5. Stuart Townsend (í About Adam)
6. Steve Buscemi
7. Eddie Izzard

7 orð sem ég segi oftast

1. OMG, bbq!
2. Hmmmm....
3. Veit ekki
4. Sko
5. Skiltrekt
6. Fylki
7. Öl

7 manneskjur sem ég ætla að kitla

1. Svanhvít
2. Þura
3. Áslaug
4. Auður
5. Steini
6. Atli
7. Ingi


Þetta var nú meira fjörið. Annars er ég nú bara að bíða eftir henni Ellu minni því við ætlum að fara að massa tölfræðiverkefni... verkefnið gengur alveg fáránlega vel þrátt fyrir að við kunnum ekki rass í námsefninu! Og svo skilum við verkefninu til kennarans míns á föstudaginn en það er engin önnur en hún Þura, endalaust fyndið að vinkona manns fari yfir verkefnin manns...

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Þetta er fáránlega skemmtilegt: á þessari mynd má finna nöfn 72 hljómsveita og tónlistarmanna. Hversu mörg getur þú fundið?
(Hérna er aðeins víðari mynd en ekki hægt að zúmma inn á henni.)

Gerði smá jólahreingerningu á linkalistanum, strokaði þar nokkra út sem hafa ekki bloggað síðan í júní eða lengur. Vona ég að þetta verði þeim stórt spark í gump og viðkomandi byrji að blogga aftur... En já, Auður er byrjuð að hlunkast um á veraldarvefnum, húrra fyrir því!

Ég var svo mikill snillingur að búa til svaka fínt lestrarplan fyrir prófin... nema var að fatta að ég gleymdi að gera ráð fyrir einu fagi svo planið er allt í rugli. Aumingja ég. Best að fara að koma sér að verki...

laugardagur, nóvember 19, 2005

Vahú...

You Passed 8th Grade Math

Congratulations, you got 10/10 correct!


Í gær var vísindaferð, í dag er ég þunn og ekki búin að gera neitt nema borða skonsur sem voru bakaðar oní mig, horfa á Futurama og hanga smá á netinu. Ég var líka búin að gera mér grein fyrir því að ég myndi ekki koma neinu í verk í dag svo ég er ekkert svekkt... en þetta var síðasta fylleríið fyrir próf og í dag þá síðasti þynnku/afslöppunardagurinn... best að njóta hans aðeins betur.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Foli minn litli, foli minn litli!

Ég er búin að vera í YNDISLEGU nostalgíukasti að skoða myndir af Pony-hestum á þessari síðu (ponies and friends years 1-10). Það liggur við að ég öskri upp yfir mig af gleði í hvert sinn sem ég sé ponyhest sem ég, Guðný eða Svanhvít áttum þegar við vorum litlar. Stelpur! Þið sem áttuð ponyhesta, þið bara verðið að skoða þetta!

Þessi var náttúrulega bara fallegust, brúðurin mín:

laugardagur, nóvember 12, 2005

Örblogg

*Köben var æði. Drukkum öl og borðuðum kebab-pizzu með salati og dressingu í gettóinu Nörrebro hjá Guðnýju og Bigga, snæddum m.a. foie gras og kálfakjöt á úberfína veitingastaðinum Skt. Gertrude Kloster (gamall nunnuklausturskjallari þar sem eina lýsingin er kertaljós), versluðum lítið, drukkum á Hviids Vinstue og sváfum á hommalegum satínsængurfötum.
*Í síðustu viku var ég að vinna við að hringja út skoðanakönnun. Get ég ekki annað sagt en að það hafi verið spes lífsreynsla sem náði gott ef ekki að lækna símafóbíuna mína.
*Ég er komin með jólagjafastress.
*Brjálæðislegar tilraunir halda áfram. Á þessari önn hef ég pínt rottu, pissað í glös og skálað í þvagi við samnemendur mína, skiltrekt hefur sprungið í höndunum á mér og ég hef hjólað með öndunargrímu líkt og hamstur á hlaupahjóli (ef hann væri að hjóla, þ.e.a.s.). Á þriðjudaginn næsta á að taka úr mér blóð í nafni Sýkla- og veirufræði. Ég er ekki sátt.
*Hlustið á þetta undurfagra verk, Claire de lune e. Debussy, og látið ykkur líða vel, allir lesendur mínir nær og fjær, ungir sem gamlir, ljótir sem fagrir.