miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Things to do in computer when not læring

Ég staulaðist fram úr rúminu í gærmorgun, með úfið hár, svefnþrútin augu, varaþurrk og svartar varir vegna rauðvínsdrykkju kvöldið áður og leit svo í spegilinn..... ég leit alveg eins út og Kirstie Alley!!!

Annars gerðist litla systir mín svo ósvífin að kitla mig....


7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Ferðast mikið, m.a. til Japan
2. Læra að vakna snemma
3. Eignast hús með bókasafnsherbergi
4. Eignast barnabörn
5. Ná að lyfta meiru en aumum 10 kg í brjóstpressu
6. Verða rík
7. Öðlast fullkomna hugarró

7 hlutir sem ég get gert:

1. Lært fyrir próf
2. Munað ótrúlegustu hluti
3. Bloggað
4. Skeint mér sjálf
5. Forritað í R
6. Sett upp eimingargræjur
7. ****** hee hee hee...

7 hlutir sem ég get ekki gert:

1. Farið í handahlaup
2. Vaknað snemma
3. Teiknað
4. Notað IE
5. Gengið í bleiku
6. Hætt að reyta af mér hárið
7. Borðað reglulega

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið

1. Húmorinn
2. Greind
3. Fallegar hendur og handleggir
4. Magi og bringa (með sportrönd og bringuhárum)
5. Augun
6. Rassinn
7. Tippi!

7 frægir karlmenn sem heilla mig

1. Johnny Depp (sem Jack Sparrow)
2. Ewan McGregor
3. Brad Pitt (í Fight Club og Snatch. Vá hvað Snatch er annars góð mynd, var að sjá hana aftur um daginn...)
4. Thom Yorke
5. Stuart Townsend (í About Adam)
6. Steve Buscemi
7. Eddie Izzard

7 orð sem ég segi oftast

1. OMG, bbq!
2. Hmmmm....
3. Veit ekki
4. Sko
5. Skiltrekt
6. Fylki
7. Öl

7 manneskjur sem ég ætla að kitla

1. Svanhvít
2. Þura
3. Áslaug
4. Auður
5. Steini
6. Atli
7. Ingi


Þetta var nú meira fjörið. Annars er ég nú bara að bíða eftir henni Ellu minni því við ætlum að fara að massa tölfræðiverkefni... verkefnið gengur alveg fáránlega vel þrátt fyrir að við kunnum ekki rass í námsefninu! Og svo skilum við verkefninu til kennarans míns á föstudaginn en það er engin önnur en hún Þura, endalaust fyndið að vinkona manns fari yfir verkefnin manns...