miðvikudagur, júlí 26, 2006

Punktablogg! Easy to do and easy to read!

*Konan á efri hæðinni er að viðra kápurnar sínar úti í garði. Mér finnst fyrir vikið eins og garðurinn sé fullur af virðulegum kvenfélagskonum að hanga...

*Er að fara á Belle & Sebastian á morgun og langar af því tilefni að gefa ykkur þetta lag...
og svo er þetta lag líka fáránlega ávanabindandi.

*Heilsan er orðin ágæt bara, fæ stundum svolítið illt í lungun og er voða mikið að passa mig að verða ekki kalt og fara vel með mig, þetta getur víst verið nokkra mánuði að jafna sig að fullu.

*Ég er að lesa um kynfæri í lífeðlisfræðibókinni minni.

*Það er gaman að vinna á tilraunastofu þegar maður þarf ekki að vaska upp. Það er ekki gaman að vaska upp 5 lítra glerbikarglös (já, þau eru á stærð við fötu!) sem eru útklístruð í stílafeiti. Maður verð samt alveg voðalega mjúkur á höndunum upp að olnbogum á eftir, handsnyrting hvað?

*Ég er orðin sambýliskona.

Að lokum:

mánudagur, júlí 10, 2006

-Ég er officially orðin lungnasjúklingur.... yep, ég greindist með berkjubólgu í dag, ekki skrítið að ég hafi ekki verið hress síðustu 2-3 vikur! Er komin á einhvern ofursýklalyfjakúr, er núna með bullandi hita... sumarið er hálfnað og mér finnst ég gjörsamlega hafa misst af því hingað til.
No tan, no money in the pocket... jæja, ég er þó allavega ekki með berkla.
Átti ágætis helgi áður en mér sló niður í þriðja sinn, fór út að borða með góðu fólki á Tapasbarinn á föstudaginn og drakk svo fancy kokkteila og viskí og spjallaði um súrt blæti.
Kíkti svo aðeins heim í sveitina í gær, í glæsilegar kökur og grillveislu.

- Jamm, síðan mín er ekki skemmtileg þessa dagana. Tvær síður sem aftur á móti eru mjög skemmtilegar eru: nataliedee.com og marriedtothesea.com. Mæli með þeim. Meðfylgjandi mynd er af þeirra síðarnefndu.





















-Ég sá bíl með einkanúmerið XXXXXX um daginn. Má svona?