miðvikudagur, júlí 26, 2006

Punktablogg! Easy to do and easy to read!

*Konan á efri hæðinni er að viðra kápurnar sínar úti í garði. Mér finnst fyrir vikið eins og garðurinn sé fullur af virðulegum kvenfélagskonum að hanga...

*Er að fara á Belle & Sebastian á morgun og langar af því tilefni að gefa ykkur þetta lag...
og svo er þetta lag líka fáránlega ávanabindandi.

*Heilsan er orðin ágæt bara, fæ stundum svolítið illt í lungun og er voða mikið að passa mig að verða ekki kalt og fara vel með mig, þetta getur víst verið nokkra mánuði að jafna sig að fullu.

*Ég er að lesa um kynfæri í lífeðlisfræðibókinni minni.

*Það er gaman að vinna á tilraunastofu þegar maður þarf ekki að vaska upp. Það er ekki gaman að vaska upp 5 lítra glerbikarglös (já, þau eru á stærð við fötu!) sem eru útklístruð í stílafeiti. Maður verð samt alveg voðalega mjúkur á höndunum upp að olnbogum á eftir, handsnyrting hvað?

*Ég er orðin sambýliskona.

Að lokum: