laugardagur, júní 28, 2003

Bad Taste Bears

Atli gaf mér svona... æ hvað hann getur nú verið sætur stundum.
Annars er þessi líka æði...

Ég fór á hundasýningu í dag með pabba mínum, litlu systur og öðrum labradorhundinum okkar, Tuma. Tumi fékk 2. einkunn og vorum við hæstánægð með það, enda er hann ekki sýningartýpa heldur alvöru veiðihundur. En til þess að geta orðið íslenskur veiðimeistari verður hann að fá a.m.k. 2. einkunn í opnum flokki á hundasýningu og svo 1. einkunn þrisvar sinnnum í úrvalsflokki á veiðiprófi, og nú er allavega þessi plebbalegi sýningarpartur búinn... jájá, hundablabla...

Er að fara að vinna á eftir frá 18-22/23, get ekki sagt að ég hlakki til.

föstudagur, júní 27, 2003

Hey, ég á eins mánaðar bloggafmæli í dag!
Áfengi, blóm og hamingjuóskir vel þegin... í dag sem og aðra daga.

Ég er hetja.
Ég dreif mig í vinnuna og skakklappaðist þar um í 4 og hálfan tíma, fékk að fara hálftíma fyrr, vei vei.

Steini og Svanhvít eru komin heim og Svanhvít kom í heimsókn og gaf mér hnetusmjörs-m&m og er búin að lofa að ég megi fá nýju Harry Potter bókina lánaða bráðum.
Svanhvít er góð. Annars er ég voða spennt að lesa nýja Potterinn en mig langar bara ekkert til að kaupa hana, hef aldrei fundið hjá mér hvötina til þess að lesa þessar bækur oftar en einu sinni. Ég get ekki orðið spennt yfir sömu bókunum tvisvar, það verður þó allavega að líða ansi langur tími á milli svo ég sé búin að gleyma alveg hvað bókin var um. Þess vegna er ágætis afþreying að lesa Stephen King bækur, þær eru allavega svo margar að maður þarf aldrei að lesa sömu bókina tvisvar og þær eru spennandi. Hann er ágætis penni kallinn.
Mæli sérstaklega með It og The Shining (hef meirasegja lesið þær oftar en tvisvar).
Mæli líka með kvikmyndinni The Shining, en mælist til þess að þið forðist kvikmyndina It í lengstu lög.

Lúkum vér hér bókahorni Elínar.

fimmtudagur, júní 26, 2003

Sko mig, tókst að laga textastærðina á síðunni, hann var eitthvað svo obscenely stór...

ojojoj, annars get ég varla stigið í annan fótinn, helv. blaðran sprakk og *RITSKOÐAÐ* vessaði út og það lítur út eins og *RITSKOÐAÐ*. Sjálft sárið er ekki stórt en um leið og ég stíg í fótinn teygist á öllu saman og... ÁÁÁÁI.
Næ ég að jafna mig á 2 tímum og mæta kát og hress (eða uppdópuð) í vinnuna eða þarf ég að væla í vaktstjóranum og fá frí?
Ég fer í frí í 2 vikur, mæti svo aftur og vinn eitt kvöld og hringi svo vælandi daginn eftir?
Hrói Höttur má teljast heppið fyrirtæki að hafa mig sem starfsmann...

Takk og takk og takk Steini og Svanhvít Spánarfarar fyrir æðislegt póstkort!!
Ef þið sjáið fleiri svona svipuð Trainspotting póstkort... þá bara verðiði að kaupa þau fyrir mig.
En fariði ekki annars að koma heim bráðum? Jæja...

Ég er með blöðru á milli tánna eftir sandalana mína og er því aum, hölt gengilbeina... sem er einnig að flagna á ótrúlegustu stöðum.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Hahaha.... einhver leitaði að "parkódín og áfengi" á google.com og fékk síðuna mína upp... held ég þurfi að fara að passa mig á dópinu.

Já, en annars er ég komin heim í kuldann eftir mjög rólega Portúgalferð með fjölskyldunni en ég gerði samt nokkra "svakalega" hluti:

Listi yfir svakalega hluti sem Elín gerði í Portúgal

Borðaði strútafillet í rauðvínssósu
Fór í parasailing
Fór í svo svakalega vatnsrennibraut að ég hélt ég myndi deyja
Djammaði lítið sem ekkert
Brann á rassinum
Skemmdi bikiníið mitt
Labbaði alla leið á hótelið hennar Bjargar OG til baka

Þess má svo geta að strútur bragðast næstum alveg eins og nautakjöt, parasailing er að vera í fallhlíf gegt hátt uppi og láta spíttbát draga sig (gaman!), svakalega vatnsrennibrautin tók svo stuttan tíma að ég hafði ekki tíma til að deyja og það er ekki gaman að brenna á rassinum (sem betur fer bara 1 dagur sem ég fann fyrir því).

Hún Björg beibí kom mér svo á óvart með því að leita uppi hótelið mitt í gær (ég vissi ekki að hún var að koma, hafði ekki kíkt á síðuna mína) og voru þar gleðilegir endurfundir. Ákváðum við að fagna með því að drekka okkur kengfullar og... uhhh, nei. Aftur á móti fórum við í hjólabátaferð út á sjó með litlu systrum okkar og gerðumst svo villtar að stinga okkur út í sjóinn. Vorum svo jafnvel að plana að hittast eitthvað um kvöldið, en vegna gríðarlegrar vegalengdar milli hótelanna okkar og þreytu varð lítið úr því.

Segi kannski seinna frá "La Bamba Fun Pub" og Írunum sem við Guðný stungum af.

PS. fyndið hvað sumir eru duglegir við að nýta orkuna sína í að blogga þegar maður er ekki heima, hehehe...

miðvikudagur, júní 18, 2003

Hér er aedi.
Vid fjolskyldan búum í 2 haeda villu, alveg vid strondina. (Hérna er hótelid okkar).
Hér er 27-32 stiga hiti, og heit hafgolan gerir tad ad verkum ad tad er ekkert of heitt.
Áfengi kostar skít á priki.
Daemi: 1 ltr Smirnoff 800 kr, 1 lítill bjór 30 kr (reyndar ódyrasti portugalski dósabjórinn í Em Supermercado, en samt....).

Í dag fórum vid á strondina og ég lét mig fljóta á vindsaeng á sjónum, sem var yndislegt tangad til alltof stór alda kom og hvolfdi mér og ég rispadi hnéd á grýttum botninum, en ég neyddi Gudnýju til ad kyssa á bágtid og tá vard allt í lagi.

Vid erum rétt vid `Laugarveg`Albufeira og á honum eru ca. 50.000 veitingastadir, pubbar og diskótek, og um tad bil milljón litlar drasl-strand búdir sem er voda gaman ad skoda í.

Ég bordadi túnfisksteik í gaer. Hún var mjog gód.

Besos from Portugal....

mánudagur, júní 16, 2003

Jæja, nú er það bara flugið kl. 7:30 á morgun, sem þýðir að við familían þurfum að leggja af stað eigi seinna en kl. 4 og helst kl. 3.30 í nótt til að ná góðum tíma í fríhöfninni og svona.
Ég er einhvern veginn búin að registera það að ég sé að fara í flugvél en ekki alveg að ég sé að fara til útlanda.
Það er bara fínt, mér finnst nefnilega mjög gaman að fara í flugvél. Zúmm.

Pabbi var búinn að finna út að það væri internetcafé einhvers staðar nálægt hótelinu okkar, svo að kannski læt ég eikkva heyra í mér. Annars er pabbi minn nýbyrjaður að blogga og óska ég honum til hamingju með það.

En jibbí, airplane food, here I come...

föstudagur, júní 13, 2003

Jæja, núna er ég komin í sveitasæluna, nánar tiltekið upp í Laugarás í Biskupstungum þar sem foreldrar mínir búa, ásamt 4 yngri systkinum mínum, 2 hundum og afa. Hér mun ég dunda mér þangað til við förum út til Portúgal 17. júni, jei.....
Hér eru aðstæður til bloggiðkunar reyndar mjög frumstæðar, þ.e.a.s. ekkert adsl, bara isdn. How barbaric.

Ég þakka Nönnu og Skúla fyrir að linka á mig, og þar sem ég er í linkastuði hef ég ákveðið að linka á:
Skúla (hann heitir líka sama nafni og litli bróðir minn OG afi, og er það stór plús)
Döggu
Atla Bollason
og
Pétur (stóran plús fær hann fyrir framúrskarandi tónlistarsmekk).

Nú ætla ég að leggjast uppí sófa og horfa á The Holy Grail, verði mér að góðu...

miðvikudagur, júní 11, 2003

After Eight ísinn frá Nestlé er hrein snilld.

Mig svimar.

þriðjudagur, júní 10, 2003

Ég keypti nýja Radiohead diskinn í dag (lesist: lét Atla hlaupa út og kaupa hann fyrir mig því ég get svona eiginlega ekki farið út úr húsi).
Ber sá nafnið Hail to the Thief (Special Edition meirasegja) og var ég ekki sein á mér að skella honum í græjurnar og var bara mjög sátt, sérstaklega fannst mér lagið Sail to the moon fallegt. En fljótlega eftir það fékk ég svo mikinn verk sem leiddi upp í eyru að ég gat ekki hlustað lengur og varð því tvöfalt leið :(

En nú er ég aðeins búin að jafna mig, held reyndar að ég sé komin með hita, en ætla að fara að horfa á The Shining (gömlu góðu, að sjálfsögðu).

mánudagur, júní 09, 2003

Þetta er ein af uppáhaldssögunum mínum úr Zen Flesh, Zen Bones bókinni.

Announcement

Tanzan wrote sixty postal cards on the last day of his life, and asked an attendant to mail them. Then he passed away.
The cards read:

I am departing from this world.
This is my last announcement.

Tanzan.
27 July 1892

Píslarsaga Elínar

Hér með skal útskýrt hvers vegna ég hef ekki bloggað í viku.

Hófst þetta með því að á þriðjudaginn síðasta fór ég til háls-, nef- og eyrnalæknis (hne-læknis) og sagði farir mínar ekki sléttar, enda ekki eðlilegt að fá hálsbólgu 7-8 sinnum á ári í 10 ár! Hann kíkti upp í mig og sá á 5 sekúndum: ,,jájá, þetta þarf að taka". Þá varð ég soldið glöð enda hefur mig langað til að losna við þessa helv. hálskirtla síðan ég var 12 ára. En svo sagði hann mér að það væri venjulega 6-8 vikna bið eftir svona aðgerð, en eini tíminn sem ég hefði haft í sumar til að fara í aðgerð væri vikan 9.-16. júní. Ég bað lækninn samt um að reyna að redda þessu ef hann mögulega gæti, hann sagðist ætla að gera það en það væri víst frekar ólíklegt.
Því fór ég heim dauf í bragði og sá fram á að ég þyrfti að fresta þessu fram að jólafríi eða eitthvað.

En viti menn! Það var hringt í mig kl. 8 á fimmtudagsmorguninn og ég spurð hvort ég gæti komið í aðgerð sama dag! Þá tók við allskonar stress og reddingar varðandi vinnuna, það reddaðist, ég var komin upp á landspítalann, fossvogi, um hádegi og fór í aðgerðina um 4-leytið. Ég var viðbjóðslega stressuð og hrædd, en lifði það þó af með góðri hjálp bókarinnar Zen Flesh, Zen Bones sem er full af litlum heimspekilegum zen-búddisma sögum. Var eina nótt á spítalanum, það var ömurlegt, var á 5 manna stofu og þar af var ein kona með hræðilegan hósta (aumingja hún, en það er ekki gaman að láta halda fyrir sér vöku heila nótt, og milli þess sem hún hóstaði þá hraut hún)...
Mig langaði reyndar soldið til að stela stóru flottu sjúkrahúsnærbuxunum mínum... en ekki jafn mikið og mig langaði í afmælið hennar Ragnheiðar. Leiðinlegt að missa af því.

Eftir þetta hefur mér basically liðið illa, þetta er viðbjóðslega sár verkur sem leiðir lengst niðrúr hálsi og alla leið uppí eyru og ég myndi ekki gera mikið annað en liggja uppi í rúmi og gráta ef ég hefði ekki góða hjálp Parkódín forte og Voltaren Rapid, sem gerir þetta aðeins bærilegra.

Er þó búin að horfa á nokkrar góðar myndir: Carlito's Way, The Shawshank Redemption og Jalla! Jalla!, auk Simpsons, Friends og Teddy Ruxpin...
Ég verð þó vonandi búin að jafna mig alveg fyrir 17. júní, þegar ég fer til Portúgal...
Já, þetta er svei mér undarlegt sumarfrí.

mánudagur, júní 02, 2003

Þetta er óheilbrigt lífsmunstur. Í gær var ég að vinna frá 11-21, kom svo heim og horfði á vídeó til 4, fór að sofa og var að vakna núna kl. 15 og fer í vinnuna kl. 17 og verð þar til 12, kem svo heim og fer örugglega ekki að sofa fyrr en 4 o.s.frv........
Svona fer dagurinn alveg framhjá manni og mér finnst að það eina sem ég geri sé að vinna.. Þarf að koma mér í svona heilbrigðan gír þar sem ég fer strax að sofa e. vinnu, vakna svo hress og kát kl. 10, nýti daginn geðveikt vel í skemmtilega hluti og fer svo að vinna kl. fimm eða sex. Hljómar voða gáfulega en á örugglega ekki eftir að gerast.
Núna öfunda ég soldið alla þá sem eru í sínum 8-4/9-5 vinnum... en auðvitað er reyndar frábært að hafa vinnu yfirhöfuð. Elín vera jákvæð já.

En ég er ekki ennþá búin að fá útborgað. Andskotans helvíti.