föstudagur, júní 27, 2003

Ég er hetja.
Ég dreif mig í vinnuna og skakklappaðist þar um í 4 og hálfan tíma, fékk að fara hálftíma fyrr, vei vei.

Steini og Svanhvít eru komin heim og Svanhvít kom í heimsókn og gaf mér hnetusmjörs-m&m og er búin að lofa að ég megi fá nýju Harry Potter bókina lánaða bráðum.
Svanhvít er góð. Annars er ég voða spennt að lesa nýja Potterinn en mig langar bara ekkert til að kaupa hana, hef aldrei fundið hjá mér hvötina til þess að lesa þessar bækur oftar en einu sinni. Ég get ekki orðið spennt yfir sömu bókunum tvisvar, það verður þó allavega að líða ansi langur tími á milli svo ég sé búin að gleyma alveg hvað bókin var um. Þess vegna er ágætis afþreying að lesa Stephen King bækur, þær eru allavega svo margar að maður þarf aldrei að lesa sömu bókina tvisvar og þær eru spennandi. Hann er ágætis penni kallinn.
Mæli sérstaklega með It og The Shining (hef meirasegja lesið þær oftar en tvisvar).
Mæli líka með kvikmyndinni The Shining, en mælist til þess að þið forðist kvikmyndina It í lengstu lög.

Lúkum vér hér bókahorni Elínar.