föstudagur, júní 13, 2003

Jæja, núna er ég komin í sveitasæluna, nánar tiltekið upp í Laugarás í Biskupstungum þar sem foreldrar mínir búa, ásamt 4 yngri systkinum mínum, 2 hundum og afa. Hér mun ég dunda mér þangað til við förum út til Portúgal 17. júni, jei.....
Hér eru aðstæður til bloggiðkunar reyndar mjög frumstæðar, þ.e.a.s. ekkert adsl, bara isdn. How barbaric.

Ég þakka Nönnu og Skúla fyrir að linka á mig, og þar sem ég er í linkastuði hef ég ákveðið að linka á:
Skúla (hann heitir líka sama nafni og litli bróðir minn OG afi, og er það stór plús)
Döggu
Atla Bollason
og
Pétur (stóran plús fær hann fyrir framúrskarandi tónlistarsmekk).

Nú ætla ég að leggjast uppí sófa og horfa á The Holy Grail, verði mér að góðu...