Jæja, nú er það bara flugið kl. 7:30 á morgun, sem þýðir að við familían þurfum að leggja af stað eigi seinna en kl. 4 og helst kl. 3.30 í nótt til að ná góðum tíma í fríhöfninni og svona.
Ég er einhvern veginn búin að registera það að ég sé að fara í flugvél en ekki alveg að ég sé að fara til útlanda.
Það er bara fínt, mér finnst nefnilega mjög gaman að fara í flugvél. Zúmm.
Pabbi var búinn að finna út að það væri internetcafé einhvers staðar nálægt hótelinu okkar, svo að kannski læt ég eikkva heyra í mér. Annars er pabbi minn nýbyrjaður að blogga og óska ég honum til hamingju með það.
En jibbí, airplane food, here I come...
<< Home