þriðjudagur, júní 10, 2003

Ég keypti nýja Radiohead diskinn í dag (lesist: lét Atla hlaupa út og kaupa hann fyrir mig því ég get svona eiginlega ekki farið út úr húsi).
Ber sá nafnið Hail to the Thief (Special Edition meirasegja) og var ég ekki sein á mér að skella honum í græjurnar og var bara mjög sátt, sérstaklega fannst mér lagið Sail to the moon fallegt. En fljótlega eftir það fékk ég svo mikinn verk sem leiddi upp í eyru að ég gat ekki hlustað lengur og varð því tvöfalt leið :(

En nú er ég aðeins búin að jafna mig, held reyndar að ég sé komin með hita, en ætla að fara að horfa á The Shining (gömlu góðu, að sjálfsögðu).