Þetta er óheilbrigt lífsmunstur. Í gær var ég að vinna frá 11-21, kom svo heim og horfði á vídeó til 4, fór að sofa og var að vakna núna kl. 15 og fer í vinnuna kl. 17 og verð þar til 12, kem svo heim og fer örugglega ekki að sofa fyrr en 4 o.s.frv........
Svona fer dagurinn alveg framhjá manni og mér finnst að það eina sem ég geri sé að vinna.. Þarf að koma mér í svona heilbrigðan gír þar sem ég fer strax að sofa e. vinnu, vakna svo hress og kát kl. 10, nýti daginn geðveikt vel í skemmtilega hluti og fer svo að vinna kl. fimm eða sex. Hljómar voða gáfulega en á örugglega ekki eftir að gerast.
Núna öfunda ég soldið alla þá sem eru í sínum 8-4/9-5 vinnum... en auðvitað er reyndar frábært að hafa vinnu yfirhöfuð. Elín vera jákvæð já.
En ég er ekki ennþá búin að fá útborgað. Andskotans helvíti.
<< Home