Hahaha.... einhver leitaði að "parkódín og áfengi" á google.com og fékk síðuna mína upp... held ég þurfi að fara að passa mig á dópinu.
Já, en annars er ég komin heim í kuldann eftir mjög rólega Portúgalferð með fjölskyldunni en ég gerði samt nokkra "svakalega" hluti:
Listi yfir svakalega hluti sem Elín gerði í Portúgal
Borðaði strútafillet í rauðvínssósu
Fór í parasailing
Fór í svo svakalega vatnsrennibraut að ég hélt ég myndi deyja
Djammaði lítið sem ekkert
Brann á rassinum
Skemmdi bikiníið mitt
Labbaði alla leið á hótelið hennar Bjargar OG til baka
Þess má svo geta að strútur bragðast næstum alveg eins og nautakjöt, parasailing er að vera í fallhlíf gegt hátt uppi og láta spíttbát draga sig (gaman!), svakalega vatnsrennibrautin tók svo stuttan tíma að ég hafði ekki tíma til að deyja og það er ekki gaman að brenna á rassinum (sem betur fer bara 1 dagur sem ég fann fyrir því).
Hún Björg beibí kom mér svo á óvart með því að leita uppi hótelið mitt í gær (ég vissi ekki að hún var að koma, hafði ekki kíkt á síðuna mína) og voru þar gleðilegir endurfundir. Ákváðum við að fagna með því að drekka okkur kengfullar og... uhhh, nei. Aftur á móti fórum við í hjólabátaferð út á sjó með litlu systrum okkar og gerðumst svo villtar að stinga okkur út í sjóinn. Vorum svo jafnvel að plana að hittast eitthvað um kvöldið, en vegna gríðarlegrar vegalengdar milli hótelanna okkar og þreytu varð lítið úr því.
Segi kannski seinna frá "La Bamba Fun Pub" og Írunum sem við Guðný stungum af.
PS. fyndið hvað sumir eru duglegir við að nýta orkuna sína í að blogga þegar maður er ekki heima, hehehe...
<< Home