föstudagur, september 30, 2005

Busy busy woman þessa dagana. Var í ansi hreint merkilegum verklegum tímum á miðvikudag og fimmtudag. Sérstaklega þó á miðvikudaginn en það var verklegt í lífeðlisfræði 2. Ráðlegg ég mjög viðkvæmum sálum að lesa ekki eftirfarandi:

[ljótt]
Við vorum í fyrsta sinn að gera tilraun á lifandi tilraunadýri (rottu). Hún lá þarna sofandi með opinn barkann, spotta bundna við lausar vagustaugarnar, æðaslöngur í hálsbláæð og halaslagæð og hitatemprunarbúnað í endaþarmi, ferlega friðsæl að sjá.
Hún var víst með heldur háan blóðþrýsting greyið og eftir að búið var að sprauta í hana saltlausn, nítróprússíði, fenýlefríni, halla henni upp og niður, taka úr henni blóð, sprauta því inn í hana aftur, klippa á vagustaugarnar og raferta þær - þá fór hún að eiga í öndunarerfiðleikum og kippast til og frá. Það var mjög erfitt að horfa upp á. Kennarinn beitti sérstakri rottuendurlífgun en allt kom fyrir ekki. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði látist vegna lungnabjúgs.
Í tilraunastofunni var svo afar merkileg lykt, svona lykt af opnu dýri (hún var náttúrulega með galopinn barkann og blæddi svolítið úr því, samt merkilega lítið).
Blessuð sé minning hennar.

[/ljótt]

Verklegi tíminn í lífrænni efnafræði í gær var reyndar ekkert það merkilegur, bara langur og frekar skemmtilegur... vorum semsagt með óhreint fast efni sem leyst var upp í heppilegum leysi, síðan óhreinindin síuð frá og blandan látin kólna í ísbaði - þá mynduðust kristallar (pretty pretty). Síðan voru kristallarnir síaðir frá vökvanum í vatnsgeisladælu. Mínir voru voða fallegir, ljós-beige brúnir einhvern veginn. Svo testum við bræðslumarkið á þeim í næstu viku og komumst þannig að því hvaða efni við fengum í hendurnar, spennandi ikke?

Fór síðan beint eftir verklega tímann í Laugar, lyfti þar eins og madwoman og svo skelltum við Steinar okkur á frábæra jazztónleika, septett Óskars Guðjónssonar. Það var gaman.

Svo er afmæli á laugardaginn, Hafsúlu-húllumhæ á sunnudaginn og skýrsla (munnleg og skrifleg + níðþungt krossapróf) úr rottupíningartilrauninni á mánudaginn. Eins gott að ég læri í kvöld, mun ekki hafa neinn annan tíma! Best annars að fara að kíkja aðeins á þessa blessuðu tölfræði áður en ég bruna í dæmatíma...

ps. Þura, ekki séns að ég komi með mínar staðreyndir áður en þú kemur með þínar, fyrirfram klukk, my ass...

mánudagur, september 26, 2005

Hvernig kemur maður sér í blogggírinn aftur? Pínir sig til að blogga á hverjum degi? Vonast eftir að vera klukkaður í klukkleiknum alræmda? Er það málið að blogga fullur? (tek það fram bara til öryggis að ég er það ekki...). Eða bara sætta sig við þá staðreynd að maður þarf ekkert alltaf að vera með gáfulega pistla með sniðugum hugmyndum heldur bara segja frá hinu daglega lífi (,,Kæra dagbók. Í dag fór ég í bæinn og keypti mér snúð. Svo fór ég heim og horfði á sjónvarpið") því það er allavega gaman fyrir fjölskylduna mína sem er svo langt í burtu (sumir þó meira en aðrir) og hefur áhuga á að fylgjast með manni... Maaan, þetta var löng setning!

Nokkur orð um mínar aðstæður þessa dagana (það hefur ýmislegt breyst og það hefur líklega lítið komið fram á bloggi þessu):
* Ég á kærasta sem heitir Steinar, við byrjuðum saman 2. júní og búum saman í íbúðinni hans í Miðtúni. Það er gaman að vera lítil húsfreyja í Miðtúninu, sérstaklega eftir að við keyptum okkur uppþvottavél. Hann heitir hr. Zanussi og er ítalskur bryti á miðjum aldri með stálgrásprengt hár. Hann vaskar upp með kurt og pí en þverneitar að gera nokkuð annað blessaður. Hann er þó ódýr í rekstri, ágætlega lágvær og það fer vel um hann í litla horninu undir eldhúsbekknum.
*Núna er ég á 2. ári í lyfjafræði. Það finnst mér gaman. Mikið að gera samt en námið finnst mér mjög áhugavert og skemmtilegt. Japanskan var auðvitað skemmtileg en mikið rosalega finnst mér vera gott að vera aftur byrjuð í mínu ,,alvöru" námi. Praktíkin, praktíkin krakkar mínir.
*Ég er í snilldarlegum bókaklúbb sem reyndar er ekki komin mikil reynsla á... but I think we're on to something here. Hlakka til að hitta ykkur 10. október stelpur! Ég er reyndar komin með hugmynd að nafni: Kókablúbburinn... haha, fynd.
*Ég er byrjuð að æfa í Laugum (m.ö.o. Tjeeellingin bara byrjuð að lyfta). Var búin að heyra af því áður hvað þetta væri fín aðstaða en það kom mér samt á óvart hvað þetta er glæsilegt. Og sturturnar? Out of this world!
*Við Steinar erum að fara til Köben 21.-25.okt. Hlakki til, hlakki til.

Litlu systkini mín, Skúli og Marín, komu í smá pössun til okkar í dag. Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið á einum degi... fyrst að þessu (veljið filmpjes), svo að The Incredibles (sem við Steinar höfðum ekki séð áður en krakkarnir auðvitað milljón sinnum) og svo að hinum hrikalega morðóða pokadraug (svona ekta "you had to be there" dæmi)...

En jæja, ætla að fara að koma mér í bælið... bráðum.

fimmtudagur, september 22, 2005

Já, var það ekki bara?

Kip
You are Kip Dynamite and you love technology.


Which Napoleon Dynamite character are you?
brought to you by Quizilla

Hvað varð annars um Fanta Lemon? Mér þótti það svo gott. Á fyrsta fylleríinu mínu þá þambaði ég gin í Fanta Lemon, sælla minninga.
Og svo á að taka af manni bláan ópal líka?
Óþokkar, óþokkar allir saman segi ég!