Hvernig kemur maður sér í blogggírinn aftur? Pínir sig til að blogga á hverjum degi? Vonast eftir að vera klukkaður í klukkleiknum alræmda? Er það málið að blogga fullur? (tek það fram bara til öryggis að ég er það ekki...). Eða bara sætta sig við þá staðreynd að maður þarf ekkert alltaf að vera með gáfulega pistla með sniðugum hugmyndum heldur bara segja frá hinu daglega lífi (,,Kæra dagbók. Í dag fór ég í bæinn og keypti mér snúð. Svo fór ég heim og horfði á sjónvarpið") því það er allavega gaman fyrir fjölskylduna mína sem er svo langt í burtu (sumir þó meira en aðrir) og hefur áhuga á að fylgjast með manni... Maaan, þetta var löng setning!
Nokkur orð um mínar aðstæður þessa dagana (það hefur ýmislegt breyst og það hefur líklega lítið komið fram á bloggi þessu):
* Ég á kærasta sem heitir Steinar, við byrjuðum saman 2. júní og búum saman í íbúðinni hans í Miðtúni. Það er gaman að vera lítil húsfreyja í Miðtúninu, sérstaklega eftir að við keyptum okkur uppþvottavél. Hann heitir hr. Zanussi og er ítalskur bryti á miðjum aldri með stálgrásprengt hár. Hann vaskar upp með kurt og pí en þverneitar að gera nokkuð annað blessaður. Hann er þó ódýr í rekstri, ágætlega lágvær og það fer vel um hann í litla horninu undir eldhúsbekknum.
*Núna er ég á 2. ári í lyfjafræði. Það finnst mér gaman. Mikið að gera samt en námið finnst mér mjög áhugavert og skemmtilegt. Japanskan var auðvitað skemmtileg en mikið rosalega finnst mér vera gott að vera aftur byrjuð í mínu ,,alvöru" námi. Praktíkin, praktíkin krakkar mínir.
*Ég er í snilldarlegum bókaklúbb sem reyndar er ekki komin mikil reynsla á... but I think we're on to something here. Hlakka til að hitta ykkur 10. október stelpur! Ég er reyndar komin með hugmynd að nafni: Kókablúbburinn... haha, fynd.
*Ég er byrjuð að æfa í Laugum (m.ö.o. Tjeeellingin bara byrjuð að lyfta). Var búin að heyra af því áður hvað þetta væri fín aðstaða en það kom mér samt á óvart hvað þetta er glæsilegt. Og sturturnar? Out of this world!
*Við Steinar erum að fara til Köben 21.-25.okt. Hlakki til, hlakki til.
Litlu systkini mín, Skúli og Marín, komu í smá pössun til okkar í dag. Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið á einum degi... fyrst að þessu (veljið filmpjes), svo að The Incredibles (sem við Steinar höfðum ekki séð áður en krakkarnir auðvitað milljón sinnum) og svo að hinum hrikalega morðóða pokadraug (svona ekta "you had to be there" dæmi)...
En jæja, ætla að fara að koma mér í bælið... bráðum.
<< Home