laugardagur, nóvember 12, 2005

Örblogg

*Köben var æði. Drukkum öl og borðuðum kebab-pizzu með salati og dressingu í gettóinu Nörrebro hjá Guðnýju og Bigga, snæddum m.a. foie gras og kálfakjöt á úberfína veitingastaðinum Skt. Gertrude Kloster (gamall nunnuklausturskjallari þar sem eina lýsingin er kertaljós), versluðum lítið, drukkum á Hviids Vinstue og sváfum á hommalegum satínsængurfötum.
*Í síðustu viku var ég að vinna við að hringja út skoðanakönnun. Get ég ekki annað sagt en að það hafi verið spes lífsreynsla sem náði gott ef ekki að lækna símafóbíuna mína.
*Ég er komin með jólagjafastress.
*Brjálæðislegar tilraunir halda áfram. Á þessari önn hef ég pínt rottu, pissað í glös og skálað í þvagi við samnemendur mína, skiltrekt hefur sprungið í höndunum á mér og ég hef hjólað með öndunargrímu líkt og hamstur á hlaupahjóli (ef hann væri að hjóla, þ.e.a.s.). Á þriðjudaginn næsta á að taka úr mér blóð í nafni Sýkla- og veirufræði. Ég er ekki sátt.
*Hlustið á þetta undurfagra verk, Claire de lune e. Debussy, og látið ykkur líða vel, allir lesendur mínir nær og fjær, ungir sem gamlir, ljótir sem fagrir.