Manneskjan sem var óákveðin og kunni ekki að slappa af
Einu sinni var lítil Elín sem ætlaði að hafa það rosa gott í jólafríinu og gera marga skemmtilega hluti, en núna loksins þegar hún hefur tíma þá getur hún ekkert ákveðið hvað hún á að gera því það eru alltof margir skemmtilegir hlutir sem bíða hennar. T.d. núna veit hún ekkert hvort hún á að horfa á How to lose a guy in 10 days, FOTR eða Jungle Wa Itsumo Hale Noche Guu eða lesa LOTR, Höfund Íslands eða bók um dauðasyndirnar sjö eða smyrna eða fá sér eitthvað gott að borða eða hjúkra Atlanum sínum sem var laminn í hausinn á gamlárskvöld... eða jafnvel taka til eftir gamlárskvöldspartýið og fína matinn.
En í staðinn fór hún að blogga og lifði hamingjusöm til æviloka.
<< Home