þriðjudagur, janúar 13, 2004

uughh.... minns er lasinn og búinn að vera það síðustu tvo daga. Er komin með einhverja leiðinda hálsbólgu (sem er undarlegt, eftir hálskirtlatökuna) en hún liggur þó frekar neðarlega og er kannski frekar eins og bólga í raddböndunum, með tilheyrandi kvefi og hita.
Annars var ég að uppgötva að maður má eiginlega ekkert vera veikur á þessari önn út af öllum verklegu tímunum, missti af efnagreiningartilraun í dag (ætli ég þurfi að skila inn læknisvottorði? oohhh, vesen...) og ef ég mæti ekki á morgun missi ég líka af efnafræði.
Ætla að gera mitt besta til að mæta á morgun... en hvað sem öðru líður þá ætla ég sko að mæta í vísindaferð á föstudaginn í Delta ;D