miðvikudagur, janúar 07, 2004

Fyrsti skóladagurinn...

...var svosem allt í lagi. Hápunktur dagsins var þó að komast að því að ég væri ekki í efnafræðitilraunum kl. 14-19 á laugardögum, en það var útlit fyrir þann viðbjóð á tímabili. Hérna má svo líta töfluna mína, hún er ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera því sumir tímarnir eru ekki alltaf og maður er í mismunandi hópum o.s.frv....
Fyrir einkar áhugasama (og líka svo ég gleymi því ekki sjálf): ég er í verklegri örverufræði á mánudögum e. h., verklegri efnagreiningu á þriðjudagsmorgnum og verklegri efnafræði á miðvikudögum e. h.. Lífeðlisfræðin á ennþá eftir að koma í ljós en í henni gerum við bara tvær tilraunir yfir önnina svo að ég er eiginlega alltaf búin á hádegi á þriðjudögum og föstudögum = sweeeet.
Svo er ég búin að redda öllum bókunum fjórum á 16.000 kall sem ég tel vera nokkuð gott og er meira að segja búin að þvo sloppinn minn. Já, ég myndi segja að ég væri ágætlega tilbúin fyrir nýju önnina (mikið rosalega held ég samt að það verði leiðinlegt í efnafræðifyrirlestrunum... :Þ ).
Náttúrufræðihúsið lofar líka góðu, virkilega flott. Soldið fyndið samt að hafa iðnaðarmennina þarna vinnandi og bannandi fólki að fara á klósettið því það væri nýmálað...

Vá, ég er eiginlega soldið pirruð að hafa þennan góða líka tíma núna en geta samt ekki nýtt hann í að læra því það er ekki búið að setja neitt fyrir..... svei. Held nebblega að tímaskortur verði ansi mikill á þessari önn.

Getur svo einhver sagt mér hvenær LFMH ætlar að frumsýna leikritið sitt? Er farin að hlakka lúmskt til að sjá þann sora... ;)