Pant ekki fá Ebólaveiru!
,,Sjúkdómurinn byrjar með miklum höfuðverk, háum hita, bakverkjum, sjúklingur verður yfirkominn af niðurgangi og uppköstum og síðan útbrotum og blæðingum eftir 5-7 daga.
Blæðingar eru í augum, lungum, meltingarvegi, nefi, tannholdi - sjúklingur deyr úr losti og blóðmissi á 7-16 dögum."
Annars er ég mjög ánægð með blóðið mitt, hef það núna skjalfest að ég er hvorki með HIV eða lifrarbólgu A, B né C. Aftur á móti er ég með mótefni gegn helstu veirusjúkdómum svo sem hlaupabólu, rauðum hundum, cytomegaloveiru, hettusótt og mislingum.
Já, sýkla- og veirufræðin er sniðug... próf í henni 8. des.
<< Home