föstudagur, desember 30, 2005

Jæja, prófin og jólin búin... svona því sem næst.
Búin að fá eina einkunn sem er alveg frábær, eða 9 í Línulegri algebru og tölfræði. Svo dreymdi mig í nótt að ég fengi 8 í Sýkla- og veirufræði, ekki slæmt ef það myndi standast. Svo giska ég á 6-7 í Lífrænni efnafræði en það próf var viðbjóður frá helvíti og ég mun dansa fagnaðardansinn yfir sexunni minni, shake what my mama gave me o.s.frv.
Ég ákvað að sleppa einu prófi og taka það frekar í ágúst því það er töff, ókei?

Fékk frábærar jólagjafir, rosa mikið af dóti í búið. Skrítið að fólki virðist finnast að núna loksins sé ég byrjuð að búa, what's up with that?

Núna hef ég hugsað mér að fá mér beyglu með rauðlaukspiparosti í hádegismat.
Góðar stundir.