þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja, búin með Sýkla- og veirufræði og Línulega algebru og tölfræði. Gekk ágætlega í báðum, línan var þó löng og leiðinleg, já og gott ef ekki ljót líka. Í kvöld ætla ég að sjá mörgæsamynd! Veivei!! Ekkert smá sem bíó hljómar vel þegar það eina sem maður gerir allan daginn er að sitja á sínum bleika rassi og lesa fræðin...

Aldrei framar R! Aldrei framar fervikagreining eða eigingildi eða meginþættir eða helvítis líkön á fylkjaformi... >simplex(mark, A1=rbind(i,iv),b1=(12,4)... my ass!