laugardagur, desember 03, 2005

Kjúklingauppskrift sem er bara of góð til að deila henni ekki með heiminum - fékk hana frá Ellu.

Mangó chutney kjúklingur

3-4 kjúklingabringur, skornar í bita
1 krukka mangó chutney (mæli með Rajah)
1 peli rjómi
1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 tsk karrý

Hrærið chutney, rjóma, hvítlauk og karrý saman í skál.
Steikið kjúklinginn á pönnu og bætið svo sósunni út á, látið krauma þar til sósan verður passlega þykk (ca. 15 mín).
Berið fram með hrísgrjónum og, ef þið viljið vera fansí, nanbrauði.
Svo er líka gott að hafa jógúrtsósu með:

Köld jógúrtsósa

2 1/2 dl ab mjólk
1/4 gúrka, rifin
1 hvítlauksrif, saxað
1/2 tsk oregano
smá salt

Allt hrært saman og gjarnan látið standa í ísskáp í svosem hálftíma áður en borið fram.

Hef sjálf aldrei verið sérlega hrifin af chutneyi en þessi sósa er bara snilld...

...en jæja, best að halda áfram að lesa um holdsveiki.