fimmtudagur, júlí 17, 2003

Mér finnst ég oft vera stödd í útlöndum þegar það er gott veður í Reykjavík. Ástæðan að baki því er frekar einföld hjá mér, ég ólst upp í sveit og hef alltaf verið að vinna í Biskupstungunum á sumrin, þannig að mér finnst passa að hafa tré og gróðurhús og fjöll í kringum mig þegar sólin skín. Að hafa bíla og hús og götur í kringum mig þegar það er heitt minnir mig á sólarlandaferðir sem ég fór í þegar ég var lítil og fór til Kanarí og Mallorca. En þessi útlandatilfinning er hægt og hægt að eldast af mér.

Það var allavega alveg yndislegt að sitja berfætt í sólinni úti á svölum í morgun, með lakkrísrótarte í bolla og góða bók. Leyfa húðinni minni að sjá smá sól svo hún muni eftir Portúgal. Svo átti ég líka mjög fallegt móment eftir vinnu kl. hálftólf, labbaði meðfram Ægissíðunni og settist svo niður á stein og horfði út á sjóinn og sólarlagið... og það var svo heitt! Var bara í fallega græna Hróa Hattar-bolnum mínum... og uppgötvaði svo að ég hafði gleymt að fara úr svuntunni minni. KjánaElín...
Jæja, lífið er gott (smá væmni en Coca-Cola er hvort sem er búið að eyðileggja þennan frasa svo... whatever... :Þ )