Núna er ég búin að vera vakandi i 29 tíma (andvaka dauðans)... en ég er búin að nýta daginn ótrúlega vel. Síðan kl. 9 í morgun er ég búin að:
Fara í 3 tíma hvalaskoðun
Fara uppí Tryggingastofnun og fá afsláttarskírteini og endurgreiddan péning
Kaupa mér bol og pils á útsölu
Fara í kaffi með vinkonu minni
Fá lánaðar 5 góðar bækur á bókasafni
Hanga á Austurvelli í sólinni í góðra vina hópi
Fara út að borða
Ég var hálfpartinn á leiðinni í sund líka í kvöld en varð alltíeinu svo gífurlega þreytt, og skyldi engan undra.
Mér ætti allavega að takast að sofna í kvöld.
<< Home