Vá hvað það er næs að vera bara að vinna á eðlilegum vinnutíma! Var í dag að vinna frá 10-17, finnst voða skrítið að eiga svo bara frí um kvöldið... þetter ágætt. Er að vinna svona fram á föstudag... svo fólk sem er ekki vant að ná í mig á kvöldin: núna er tíminn!
En já, Mýk í Vírdal (WeirdAl?), það var nú gaman. Við tjölduðum þarna ég, Áslaug, Særós, Lea, Eygló og Birgir, og höfðum Bastían a.k.a. Bæjarfógetann til að vernda okkur. Hann er lítill brúnn hundur með stórt egó og stóð sig með ágætum. Einnig kíktu á okkur Auður og Tinna, þegar þær voru ekki að leika vinnukonur á Hótel Lunda. Eða: allir krakkarnir djömmuðu nema Auður og Tinna, þær voru að vinna.... sko mig sniðug! Eftir smá grill á föstudagskvöldið upphófst drykkja mikil og er eiginlega enginn okkar með á hreinu hvernig kvöldið endaði nákvæmlega, en það kviknaði smá í og 33% okkar ældu, þar af ein inni í tjaldi, og ekki orð um það meir!
Laugardagsmorguninn rann upp þunnur og fagur, við Áslaug kíktum á Kirkjubæjarklaustur og versluðum dauð dýr í kryddlegi til að grilla. Ætluðum líka að athuga hvort ekki væri "Vín-Búð" á Klaustri en komumst að því að svo er ekki, en gerðum okkar gagn með því að kvitta á undirskriftalista þess efnis að það ætti að opna VínBúð þar. Góðverk dagsins. Eftir sólbað, grill, kveðjustund við Eygló og Birgi og brjálað Kana-session og bjórþamb inni í tjaldi kíktum við á eina skemmtistað bæjarins, Halldórskaffi og settumst að sumbli. Þó ekki neitt svakalegu, minnugar gærkvöldsins. Á sunnudaginn vorum við svo hressir og kátir úbertúristar á leiðinni heim og skoðuðum allt sem hægt var að skoða og böðuðum okkur (og fötin okkar) í 2 fossum. Og, eins og alltaf, var voða gott að komast heim til sín.
Ætti ég að vera dugleg og ryksuga.... hmmmm.....?
<< Home