Labbandi tónleika-tannálfur
UUuuggghhhh... ég verð að fara að klára að lesa þessa King bók (The Tommyknockers heitir hún) svo ég geti hætt að hugsa um hana. Mig dreymdi nefnilega í nótt að allar tennurnar dyttu úr mér, ekki ein og ein heldur svona 5 eða 6 í hrúgu... svo var eins og ég væri með svona 100 tennur því það var bara alltaf að detta meira og meira úr og ég fann blóðbragðið og tilfinninguna að vera bara með bert tannhold. Þetta var ógeðslegt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að tjekka á tönnunum og var ég þá ósköp fegin. Annars las ég það í draumaráðningabók að það að missa tennur í draumi sé fyrir því að missa ástvin... en ég kenni hr. King alfarið um þessar draumfarir.
Á fimmtudagskvöldið fórum ég og Atli á útgáfutóneika Toniks á Grand Rokk og voru m.a. Presst/Toni frændi (hans Atla) og Isidor að hita upp. Fyrsta skiptið sem Toni frændi spilar opinberlega og hann stóð sig með prýði og svo voru Isidor bara geðveikt góðir eins og venjulega. Ég var orðin frekar sybbin (auk þess sem svona elektrónísk músík er ekki alveg minn tebolli) svo að ég fór bara að rölta heim eftir Isidor. Þegar heim var komið fékk ég svo eina af mínum skrýtnu hugdettum, ég ákvað að fara og gá hvort hægt væri að rölta hringinn í kringum olíutankana á Örfirisey, því að ef það væri malbikaður göngustígur þar væri komin fyrirtaks skokkleið (ég er sko alltaf á leiðinni út að skokka, skömm hvað ég fer sjaldan (eða aldrei)). Ég dúðaði mig upp í stóru góðu úlpuna mína og hélt af stað, og viti menn! Það er vegur (ekki malbikaður þó) meðfram olíutönkunum en það er bara hægt að rölta u.þ.b. 3/4 af hringnum, þá kemur girðing sem lokar öllu. Svo prílaði ég heilmikið upp á stóra steina, var reyndar í pilsi og sokkabuxum og þær rifnuðu myndarlega í klofinu við allt príliríið, og svo fann ég líka lítið sætt og rómantískt leyndarmál bakvið olíutankana.
Og nei, það var ekki notaður smokkur. You just gotta see for yourselves..
Svo rölti ég heim glöð í bragði og var nokkuð ánægð með litla ævintýrið mitt.
Á föstudagskvöldið fór ég svo AFTUR á tónleika á Grand Rokk og í þetta sinn voru Kimono að spila og Ókind að hita upp. Ég og Svanhvít vorum eins og feimös pörsöns og vorum á gestalista og alles og drukkum bjór með hljómsveitinni. Vó, við erum þokkalega kúl. UnKind (a.k.a. the Bobbing Nipples) stood themselves as heroes og svo tóku Kimono við með sína yndislegu koalabrandara sem u.þ.b. 2% áhorfenda náðu.
Svo röltum við Svanhvít uppá Dillon og hittum þar margt gott FÍH og MH fólk, og stuttu seinna kíkti Atli á okkur líka. Ég og Atli enduðum svo á Prikinu (The Prick) með Áslaugu, Leu, Særósu, Betu og Eygló og var þar skakað sér til u.þ.b. 5 eða 6. Komum við á Hlölla á leiðinni heim, það var gott.
Laugardagurinn fór svo bara í rólegheitin, ég horfði á About Schmidt (mjög góð) og The Rules of Attraction (allt í lagi). Rosalega er hún Shannyn Sossamon sæt, vá.
Það var voðalega indælt að labba niður í bæ í dag, loftið ferskt og hressandi eftir rigninguna. Sá samt svolítið undarlega sjón: gekk framhjá veitingastaðnum Jónatan Livingston Mávur og sá að það var skilti í glugganum sem á stóð "Til sölu". Svo kíkti ég inn um gluggann og sá að öll borð voru svaka fínt uppdekkuð, með fullt af fínum glösum, silfurhnífapörum og plebbalegum servíettuskúlptúrum sem náðu ca. hálfan metra upp í loftið, en allt slökkt og dautt. Veitingastaðurinn bíður eftir gestum sem aldrei koma, bráðum leggst kóngulóarvefur og ryk yfir allt... jæja, en mér fannst þetta bara soldið skrýtið.
Planið er að baka amerískar pönnukökur í kvöld og horfa á Almighty Bruce. Mér finnst plakatið voða skemmtilegt, Jim Carrey liggjandi nakinn á skýi í kunnuglegri pósu... annars veit ég eiginlega ekkert um myndina, vona að hún sé góð.
<< Home