föstudagur, júlí 11, 2003

Ansi er leiðinlegt að fara í bæinn og langa til að kaupa sér fín fín föt, kíkja svo í hverja einustu búðarholu og finna barasta ekki neitt!
Núna sárvantar mig t.d. buxur, en allar buxurnar sem ég sá voru:
a) RÁNdýrar
b) ljótar
c) ekki til í minni stærð
d) allt af ofantöldu

Reyndar finnst mér ótrúlega leiðinlegt að kaupa buxur. Miklu skemmtilegra að kaupa pils, boli og SKÓ.
Það eina sem ég sá í dag og langaði virkilega mikið í voru skór, sem kostuðu 13.000 kall. Úff.
Voðalega finnst mér vera mikið af ljótum fötum í búðum í dag.
Annað hvort það eða ég er svona ótrúlega hallærisleg að fíla ekki tískuna.
En þetta var nú reyndar bara Laugarvegurinn, á eftir að kíkja hingað og þangað... vona að Zara svíki mig ekki...

Ég er að lesa Stephen King bók þar sem tennurnar eru alltaf að detta úr fólki. Nú er mér farið að finnast að mínar séu soldið lausar.

Heimsku finkurnar vilja ekki baða sig. Sóða skítugu finkur.