þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ég hef ekki farið í bíó í háa herrans tíð, en skellti mér núna í kvöld á Charlie's Angels í Smárabíói. Við enduðum á því að kaupa miða í lúxussal þar sem hinn var bara troðfullur. Það var soldið fyndið að við vorum fjögur, þar af 3 ungar stúlkur (Elín, Elín og Hera) og einn eldri karlmaður (Denni, Elín's boyfriend and Hera's manager) svo við vorum svona eins og Charlie and his angels, en svo komumst við á þá skoðun að karlmaðurinn væri frekar bara svona Bosley.
Þetta var ekta svona mynd til að fara á í bíó, rosa skemmtileg, barasta toppurinn á afþreyingarmenningunni í dag. Ég tók þó eftir því að voru áberandi fleiri kroppasýningaatriði í þessari mynd en þeirri fyrri en kvarta þó engan veginn þar sem kropparnir voru af báðum kynjum.
Söngkonan Pink var með mini-hlutverk í myndinni, þetta voru þær 3 verst leiknu setningar sem ég hef nokkurn tíma séð.
Þetta var í annað sinnið á ævinni sem ég fer í lúxussal, vá, þessir stólar.... verð að fá mér svona í stofuna.
Í alla staði lúxuskvöld.

Atli spilar tennis í leikjatölvunni, íþróttaiðkunin á Vesturgötunni gerist ekki meiri.